Norðurlönd

53 Í Færeyjum er úthafsloftslag með litlum hitabreytingum yfir árið og mikilli úrkomu. Meðalhiti á sumrin er ellefu gráður en þrjár gráður á veturna. Algengt er að þoku- loft liggi yfir eyjunum. Atvinnuvegir og náttúruauðlindir Síðustu 150 ár hafa fiskveiðar og vinnsla fiskafurða verið aðalatvinnugrein landsins. Stærsti hluti útflutn- ingstekna landsins fæst af sölu fisks og fiskafurða þó flestir landsmenn vinni þjónustustörf. Ferðaþjónusta hefur sótt í sig veðrið hin síðari ár. Færeyskir bændur stunda flestir sauðfjárbúskap enda eru eyjarnar ákaf- lega heppilegar til sauðfjárræktunar. Margir íbúar í þéttbýli eiga nokkrar kindur til eigin nota. Bændur rækta landið mest til að útvega fóður handa búfénu. Kúabú eru nokkur og nýta Færeyingar sjálfir mjólkina og afurðir hennar. Náttúruauðlindir Færeyinga eru fyrst og fremst það sem hafið gefur af sér en vonir standa til að finna olíu og gas úti á landgrunninu. Landshættir og veðurfar Færeyjar eru eyjaklasi í Atlantshafi á milli Íslands, Nor- egs og Skotlands. Eyjarnar eru 18 og allar í byggð nema ein, en sumar eru mjög strjálbýlar. Stærstu eyjarnar eru Straumey, Austurey, Suðurey og Vogar. Eyjarnar eru myndaðar úr basalthraunlögum í miklum hraungosum, líkt og elstu hlutar Íslands. Hraunlögin liggja hvert ofan á öðru og mynda hamra og syllur. Á milli hraunlaganna má sums staðar finna mýkra berg úr ösku, vikri og jarð- vegi. Þorp og bæir í Færeyjum eru allir við ströndina. Fyrir ofan bæina rísa fremur lág fjöll sem oft eru þó tignar- leg og standa stundum þverhnípt úr sjó. Hæsta fjall Færeyja er Slættaratindur sem er 882 metrar að hæð. Fjöllin eru yfirleitt grasi vaxin upp eftir öllum hlíðum. Náttúrulegir skógar þrífast illa. Á skjólsælum stöðum hafa menn þó gróðursett harðgerar trjátegundir með ágætum árangri. Gras og mýrargróður er algengasti gróðurinn í Færeyjum. Undirlendið er lítið í Færeyjum. Gjogv er náttúruleg innsigling á Austurey.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=