Norðurlönd

51 Kaupmannahöfn Höfuðborg Danmerkur er Kaupmannahöfn og þar býr um fimmtungur þjóðarinnar. Borgin stendur við Eyrarsund á austurhluta Sjálands. Hluti borgarinnar er á eyjunni Amager. Fyrstu rituðu heimildir um borgina eru frá því um 1043 þó byggð hafi verið á svæðinu í 6000 ár. Kaupmannahöfn varð höfuðborg árið 1443. Borgin er miðpunktur lista, menningar, menntunar, viðskipta, stjórnsýslu og samgangna í landinu og á sumrin iðar hún af lífi og dregur til sín fjölmarga ferðamenn. Kaupmannahöfn býður upp á margt áhugavert að skoða. Flestir sem koma til Kaupmannahafnar rölta eftir Strikinu sem er lengsta göngugata í heimi. Þar eru margar verslanir og fjörugt mannlíf. Sigling og mynda- taka í Nýhöfn er nokkuð sem ekki má láta fram hjá sér fara. Jónshús er félagsheimili Íslendinga í Kaupmanna- höfn, en þar er minningarsafn um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu konu hans, ásamt bókasafni. Þar hafa einnig ýmsir aðilar og félög aðstöðu. Í húsinu bjuggu áður Jón Sigurðsson og kona hans en kaupmaðurinn Carl Sæmundsen gaf íslenska ríkinu húsið árið 1967. Stærstu bæirnir í Danmörku eru, auk Kaupmannahafn- ar, Óðinsvé, Árósar og Álaborg. Lego Legokubbana þekkja líklega flest börn í hinum vest- ræna heimi. Legofyrirtækið var stofnað 1932 af hinum danska Ole Kirk Christiansen. Nafnið Lego er dregið af dönsku orðunum „leg godt” sem þýðir að leika sér vel eða fallega. Legokubburinn er mikilvægasta og fræg- asta afurðin hjá fyrirtækinu. Kubburinn var fundinn upp árið 1958 og er frægur fyrir hina óteljandi möguleika á samsetningum. Lego framleiðir leikföng og selur út um allan heim auk þess að reka nokkra skemmtigarða. Einn þeirra er í Billund í Danmörku, á miðju Jótlandi, og hafa margir Íslendingar komið þangað. Í garðinum eru ýmiss konar skemmtitæki og getur fólk á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Markvert að skoða í Kaupmannahöfn Litla hafmeyjan á Löngulínu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=