Norðurlönd

50 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Stjórnarfar Í Danmörku er þingbundin konungsstjórn og fara kosn- ingar til þingsins fram á fjögurra ára fresti. Þingmenn eru 179 og þar af sitja tveir þingmenn frá Grænlandi og tveir frá Færeyjum á þinginu. Drottningin skipar venju- lega formann stærsta stjórnmálaflokksins sem forsætis- ráðherra. Þjóðhátíðardagur Dana er 5. júní. Tungumál Í Danmörku búa margir innflytjendur en íbúar af nor- rænum uppruna eru langfjölmennasti hópurinn meðal þeirra. Þar sem Færeyjar og Grænland eru undir stjórn Danmerkur er alltaf nokkur hópur frá þessum löndum búsettur við nám og störf í Danmörku. Syðst á Jótlandi býr svo þýskur minnihlutahópur. Hin síðari ár hefur inn- flytjendum frá öðrum heimshornum fjölgað mikið og setja mikinn svip á heilu borgarhverfin. Stærstu hóparnir eru frá Tyrklandi, Íran og Sómalíu. Danska er opinbert ríkismál en einnig eru töluð færeyska og grænlenska, auk þýsku hjá hinum þýsku íbúum við landamærin. Í miðbæ Kaupmannahafnar er tívolígarður sem hefur verið opinn frá 1843. Þar er stórbrotið úrval af blómum og öðrum gróðri, leiktæki, ljósaskreyt- ingar, veitingastaðir og tónlistar- og menningar- viðburðir. Fyrir flesta Dani er það nauðsynlegur hluti af sumrinu að fara í Tívolí. Fyrir jólin eru sölumarkaðir og þá er garðurinn lýstur upp og skreyttur. Fyrir suma er það ómissandi þáttur í jólastemmingunni að koma í garðinn fyrir jólin. Mannlíf á Strikinu í Kaupmannahöfn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=