Norðurlönd

49 á Skagen, nyrst á Jótlandi. Að vestan liggur Norður- sjór að Danmörku, Skagerrak að norðan og Kattegat að austan. Stærstur hluti Danmerkur er ræktað land en á milli akra hefur gjarnan verið plantað trjám eða öðrum gróðri til skjóls. Landslagið einkennist af lágum hólum og hæðum enda er hæsti punktur yfir sjó ekki nema 173 m og er það Yding Skovhöj. Í Danmörku er úthafsloftslag og upp að landinu berast lægðir utan af Atlantshafi. Með þeim kemur töluverð úrkoma og á vesturströnd Danmerkur rignir mest. Það dregur úr úrkomunni eftir því sem farið er fjær út- hafinu. Veður er fremur milt á veturna og sjaldgæft að mikið snjói eða að snjór liggi lengi á jörð. Meðalhiti í janúar fer yfirleitt ekki undir frostmark en á sumrin er hann um 16 gráður. Atvinnuvegir og náttúruauðlindir Þjónustustörf eru mikilvægustu störf Dana líkt og í flestum vestrænum ríkjum. Iðnaður er einnig mikill, aðallega járn- og stáliðnaður, efnaiðnaður og lyfjagerð, framleiðsla samgöngutækja, fatahönnun, húsgagna- smíði og framleiðsla á rafmagnsvörum, vindmyllum og fleiru. Um tveir þriðju hlutar landsins eru nýttir undir akur- yrkju enda eru náttúruleg skilyrði til landbúnaðar mjög góð. Helstu landbúnaðarafurðir eru bygg, hveiti, kart- öflur og sykurrófur. Danir framleiða ýmsar mjólkur- og kjötvörur og úr rúg brugga þeir bjór. Í Danmörku er nautgripa- og svínarækt mikil og margir hafa atvinnu af matvælaiðnaði tengdum landbúnað- inum. Fiskveiðar eru nokkrar en í Norðursjó er einnig að finna olíu og gas sem Danir nota sjálfir en selja úr landi það sem verður afgangs. Helstu útflutningsvörur eru ýmis tæki og vélar, kjöt og kjötafurðir, mjólkur- og fisk- afurðir, lyf, húsgögn og vindmyllur. Náttúruauðlindir eru olía, gas, fiskur, salt, kalksteinn, möl og sandur. Rithöfundurinn H.C. Andersen fæddist árið 1805 í Óðinsvéum. Hann var af fátæku fólki kominn en fór í hás kóla og varð síðar frægur rithöfundur. Margar af sögum hans hafa verið þýddar á íslensku og má þar nefna Hans Klaufa, Prinsessuna á bauninni, Litlu stúlkuna með eldspýturnar, Nýju fötin keisar- ans og mörg fleiri ævintýri. Þekkir þú fleiri sögur eftir H.C. Andersen? Eyrarsundsbrúin tengir Danmörk og Svíþjóð saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=