Norðurlönd

47 Tungumál Opinbert tungumál á Álandseyjum er sænska. Álands- eyjar tilheyrðu Svíþjóð í margar aldir og þess vegna tala flestir þar sænsku. Allir læra ensku í skólanum en auk þess kjósa margir að læra finnsku enda fer öll stjórn- sýsla og samskipti við Finnland fram á finnsku. Mariehamn Höfuðstaðurinn var stofnaður 1861 af Alexander II. Rússakeisara. Hann nefndi bæinn eftir konu sinni sem hét María Alexandrovna. Þetta er eini bærinn á Álands- eyjum og hann er mikilvæg miðstöð viðskipta og stjórn- sýslu. Strax í upphafi varð bærinn miðstöð siglinga á svæðinu og hefur síðan vaxið mikið. Bærinn stendur á skaga og eru hafnir báðum megin við skagann þar sem stóru ferjurnar koma við. Við bryggju liggur hið sögu- fræga seglskip Pommern, sem áður sigldi um heimsins höf, en er nú vinsælt safn. Pommern er fjögurra mastra seglskúta og er ein af fimm slíkum sem varðveist hafa í heiminum. Skipið var smíðað í Glasgow á Skotlandi og sjósett 1903. Það sigldi þar til í seinni heimsstyrjöldinni og flutti m.a. hveiti á milli Ástralíu og Englands. Frá 1957 hefur það verið til sýnis fyrir almenning í höfninni í Mariehamn. Frá Mariehamn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=