Norðurlönd

46 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Stjórnarfar Álandseyjar tilheyra Finnlandi en hafa sjálfstjórn. Á finnska þinginu er einn þingmaður frá Álandseyjum en 30 þingmenn sitja á landsþingi eyjanna þar sem sett eru lög í ákveðnum málaflokkum eins og í menntamálum, samgöngum innanlands, um fjölmiðla og fleira. Finnska þingið tekur hins vegar ákvarðanir um utanríkismál, varnarmál og fleira slíkt. Þann 9. júní 1922 kom fyrsta sjálfstjórnarþing eyjanna saman og er sá dagur þjóð- hátíðardagur Álandseyinga. Landshættir og veðurfar Álandseyjar er heiti rúmlega 6500 eyja og skerja í norð- urhluta Eystrasalts á milli Svíþjóðar og Finnlands. Ein- ungis 65 þeirra eru í byggð. Stærsta eyjan heitir Áland og á henni er höfuðstaðurinn Mariehamn, þar sem 40% íbúanna búa. Eyjarnar eru allar láglendar og er rautt jökulnúið granít einkennandi. Hæsti staður heitir Orr- dalsklint sem er 129 metra yfir sjó. Margar eyjanna eru skógi- og grasivaxnar. Gróður er fjölbreyttur og skilyrði til ræktunar góð. Atvinnuvegir og náttúruauðlindir Flestir íbúar Álandseyja starfa við þjónustustörf, sem m.a. tengjast mikilli skipaumferð. Álandseyjar eru mitt á milli Finnlands og Svíþjóðar og flest skip sem sigla þar á milli koma við í Mariehamn. Margir ferðamenn heimsækja eyjarnar á hverju ári og er ferðaþjónusta mikilvæg atvinnugrein á Álandseyjum. Aðalútflutnings- vörur eru landbúnaðar- og fiskafurðir en einnig selja Álandseyingar plastvörur út um allan heim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=