Norðurlönd

45 Kalevala Kalevala eru þekktustu þjóðarbókmenntir Finna. Þetta er samansafn hetjukvæða sem hafa verið sungin af Finnum og rússnesku fólki við finnsku landamærin í rúmlega 2000 ár. Kvæðin eru alls 22.795 ljóðlínur í 50 köflum. Þau höfðu varðveist munnlega og voru ólík eftir svæðum. Árið 1835 var þeim safnað saman af manni sem hét Elias Lönnrot, raðað upp eftir sögu- þræði og síðan gefin út árið 1849. Þegar Kalevala kom fyrst út var Finnland undir rússneskum yfirráðum og efldu kvæðin mjög þjóðernisvitund Finna. Kvæðin eru frá ýmsum tímum og fjalla um allt frá sköpun heimsins til ýmissa hetju- og dæmisagna. Mörg kvæðin fjalla um volduga menn sem ferðast til lands hinna dauðu til að öðlast þekkingu. Hetjusöngvarnir fjalla oft um ævintýri í fjarlægum löndum þar sem hetjurnar eru að flýja óvini eða leita sér kvonfangs. Einnig er algengt að fjallað sé um tilfinningar og særingaþulur sem voru partur af daglegu lífi fólks. Ljóðin hafa haft mikil áhrif á bók- menntir, myndlist og tónlist. Sem dæmi má nefna að tónskáldið Jean Sibelius samdi tólf af verkum sínum undir beinum áhrif frá Kalevala. Finnskt sauna Ein ástríða Finna er að fara í gufubað eða sauna eins og þeir kalla það. Þessi hefð á sér mjög langa sögu. Upp- haflega voru gufuböðin notuð til að þvo sér en þau þróuðust síðan í það form sem þekkist í dag. Hefðbundið gufubað er í litlum klefa eða húsi og er viður brenndur þar inni, þar til hitinn fer í næstum 80 gráður. Í nútímalegri gufuböðum er rafmagnshitun. Til að auka rakann er vatni hellt á heita steina. Venjan er að byrja á því að fara í sturtu, síðan í nokkrar mínútur í gufubaðið en kæla sig svo niður með sturtu, sundspretti í næsta vatni eða með því að velta sér upp úr snjónum. Þetta er svo endurtekið eins oft og viðkomandi hefur áhuga á. Gufuböðin eru gífurlega mörg eða um eitt á hverja tvo til þrjá íbúa. Margar fjölskyldur eiga sumarbústaði við vötnin og oftast má finna gufubað við þau en einnig eru menn með gufuböð í heimahúsum og á almenn- ingssundstöðum. • Kynntu þér bækurnar um Múmínálfana og kvæðin Kalevala ef þær eru til á bókasafninu. Múmínálfarnir eru skáldsagnapersónur eftir Finnann Tove Jansson. Aðalpersónurnar eru Múmínsnáðinn, Múmínmamma, Múmínpabbi og Snorkstelpan en einnig koma margar skrýtnar og skemmtilegar verur við sögu. Múmínálfarnir eru hvítir og líkjast flóðhest- um. Þeir eiga heima í Múmíndal. Sögurnar fjalla um Múmínálfana, nágranna þeirra, vini og aðrar verur. Finnskt gufubað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=