Norðurlönd

44 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Markvert að skoða í Helsinki Ferðamenn sem koma til Helsinki setjast gjarnan niður í Esplanade-garði og fylgjast með mannlífinu. Við Senate-torg er þinghúsið, háskólinn, ráðhúsið og dóm- kirkjan sem mörgum Finnum finnst vera táknræn fyrir borgina. Niður við höfnina er svo vinsæll útimarkaður sem margir borgarbúar sækja. Þar er hægt að kaupa ferskt grænmeti, ávexti, fisk og margvíslegt handverk. Börnin skella sér svo í Linnanmäki-skemmtigarðinn, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Stærstu borgir Finnlands, auk Helsinki, eru Turku (Åbo), Tampere (Tammerfors), Vaasa og Oulu (Uleåborg). Helsinki Helsinki er höfuðborg Finnlands. Borgin liggur við Finnska flóa og hana prýða margar fallegar gamlar byggingar. Þar mætast náttúra og borg enda er ekki nema um hálftíma akstur í næsta þjóðgarð. Stundum er sagt að í borginni mætist menningarstraumar úr austri og vestri og þar er mjög fjölbreytilegt lista- og menningarlíf. Borgin var stofnuð árið 1550 af sænska kónginum Gustav Wasa og 1809 varð hún höfuðborg landsins, meðal annars vegna varnarvirkisins Suom- inlinna sem stendur á eyju fyrir utan borgina. Eyjan öll er á heimsminjaskrá UNESCO. • Vötnin í Finnlandi eru óteljandi. Þekkir þú eitt- hvað í náttúru annarra landa sem er óteljandi? Frá Turku (Åbo) í Finnlandi. Dómkirkjan við Senate-torgið í Helsinki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=