Norðurlönd

43 Atvinnuvegir og náttúruauðlindir Meðal náttúruauðlinda Finna má nefna skóg og ýmsa málma, ásamt kalksteini. Ein þekktasta iðngrein Finnlands er skógarhögg. Úr trjánum framleiða Finnar timbur, pappír og húsgögn. Landbúnaðarvörur eru aðallega framleiddar fyrir innan- landsmarkað enda landrými takmarkað til ræktunar. Helstu landbúnaðarafurðir eru bygg, hveiti, sykurrófur, kartöflur og mjólkurafurðir. Í Finnlandi er þó nokkur iðnaður sem byggist á timbur- og málmvinnslu, tölvu-, rafmagns- og hátæknifram- leiðslu. Hin síðari ár hefur tölvu- og hátækniiðnaður sótt mjög í sig veðrið og varla er til það mannsbarn í hinum vestræna heimi sem ekki kannast við Nokia- símana. Margir finnskir hönnuðir eru heimsfrægir. Meðal þekktra verka þeirra má nefna nytja- og gjafa- vörur undir merkjum Iittala og Marimekko. Stjórnarfar Finnland er lýðveldi og er forsetinn kosinn til sex ára í senn. Í forsetahöllinni er aðalskrifstofa forsetans og þar fara fram ýmsar athafnir í boði forsetaembættisins. Til þingsins er kosið á fjögurra ára fresti og eru þingmenn 200. Finnar fengu sjálfstæði frá Rússum 6. desember 1917 og er sá dagur þjóðhátíðardagur landsins. Tungumál Flestir Finnar tala finnsku en sænska er einnig opin- bert mál í Finnlandi. Hana tala um 6% þjóðarinnar og á sumum svæðum í vestur Finnlandi er eingöngu töluð sænska. Bæði málin eru jafn rétthá og fá íbúar kennslu á sínu móðurmáli en þurfa að læra hitt málið frá átta ára aldri. Finnska er óskyld öðrum tungumálum Norð- urlandabúa. Hún er af flokki finnsk-úgrískra tungumála og er skyld ungversku og eistnesku. Fámennir hópar fólks tala samísku og rússnesku. Landshættir og veðurfar Finnland er austast Norðurlandanna með landamæri að Rússlandi í austri, Noregi í norðri og Svíþjóð í vestri. Til landsins teljast einnig Álandseyjar. Einkennandi fyrir landshætti í Finnlandi eru hin mörgu vötn enda er land- ið stundum kallað Þúsund vatna landið. Þau eru hins vegar mun fleiri en þúsund, eða alls um 188 þúsund. Sum þeirra eru mjög grunn. Mörg vatnanna tengjast þannig að hægt er að sigla á milli þeirra. Vötnin urðu til þegar ísaldarjökullinn bráðnaði og eftir stóðu dældir sem fylltust vatni. Stærstu skógar Evrópu eru í Finnlandi og er landið að mestu vaxið skógi nema allra nyrst. Strandlengjan við Helsingjabotn í vestri og Finnska flóa í suðri er vog- skorin og margar eyjar og sker eru undan ströndinni. Finnland er láglent land. Hálendi er mest nyrst og þar er hæsta fjall Finnlands, Halti (Haltiatunturi), sem er 1328 metrar á hæð. Veðráttan ber sterk einkenni meginlandsloftslags. Á veturna er frost og snjór en sumarið er hlýtt. Nyrst í landinu er heimskautaloftslag. Trjábolum er fleytt eftir ánum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=