Norðurlönd

41 Astrid Lindgren Astrid Lindgren er líklega einn vinsælasti barnabóka- höfundur í heimi. Hún hefur skrifað ótal sögur og bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Sögurnar eru oft dularfullar, spennandi og fullar af ævintýraljóma. Henni tekst að skapa ógleymanlega stemmingu og sögupersónur hennar lifa lengi með lesendum og eldast vel. Astrid Lindgren fæddist 1907 og sýndi snemma rithöfundarhæfileika en fyrsta bókin eftir hana kom ekki út fyrr en hún var orðin 37 ára. Þá hafði hún þegar samið margar sögur sem hún sagði börnunum sínum. Hún fékk hugmyndir að sögunum úr eigin æsku og umhverfi. Sögupersónur hennar eru t.d. Emil í Kattholti, Lína Langsokkur, Ronja ræningjadóttir, Kalli á þakinu og Lotta. Nóbelsverðlaunin eru ein eftirsóttustu verðlaun í heimi. Þau eiga rætur að rekja til Alfred Nobels sem var sænskur efnafræðingur og uppfinningamaður. Hann fann m.a. upp dínamít sem er sprengiefni. Hann lét eigur sínar renna í sjóð sem árlega veitir verðlaun í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði, bók- menntum og hagfræði, auk friðarverðlauna. Friðar- verðlaunin eru veitt einstaklingum eða samtökum sem hafa á einhvern hátt stuðlað að friðsamlegri sambúð manna og þykja verðlaunin æðsta viður- kenning sem hægt er að fá á sviði mannúðar. Halldór Laxness er eini Íslendingurinn sem hefur hlotið Nóbelsverðlaun og var það í bókmenntum árið 1955. Lína langsokkur og Herra Níels apinn hennar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=