Norðurlönd

40 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Markvert að skoða í Stokkhólmi Stokkhólmur er nútímaleg og mjög fjölþjóðleg borg. Fyrir ferðamenn býður borgin upp á ýmsa möguleika til afþreyingar. Hægt er að skoða fjölmörg söfn og er Vasa- safnið eitt það vinsælasta. Þar má sjá herskipið Vasa sem sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628 og var bjargað af hafsbotni 335 árum seinna. Það er einstaklega skemmtilegt að rölta um gamla bæ- inn (Gamla Stan), göturnar eru þröngar og hellulagðar og húsin gömul. Í Gamla Stan er hægt að skoða t.d. konungshöllina og dómkirkjuna. Margir fara í siglingu og skoða Stokkhólm þannig en einnig eru fjölmargir garðar, leikhús og fleiri afþreyingarmöguleikar. Stærstu borgir Svíþjóðar, auk Stokkhólms, eru Malmö og Gautaborg. Lúsíuhátíðin í Svíþjóð er haldin hátíðleg 13. desember. Þann dag ganga Lúsía og þernur hennar um með ljós í hári og syngja jólalög og færa fólki kaffi, piparkökur og smábrauð sem nefnast lúsíukettir. Á Íslandi halda sumir þennan dag einnig hátíðlegan. Sagan kemur frá Sikiley á Ítalíu þar sem hin upphaflega Lúsía, sem var kristin stúlka, var hálshöggvin 13. desember árið 304 í ofsóknum sem kristið fólk sætti í rómverska keisaradæminu. Lúsíuhátíðin barst til Skandinavíu frá Þýskalandi á sextándu öld. Þrettándi desember var stysti dagur ársins samkvæmt júlíanska tímatalinu og í Skandinavíu varð Lúsía tákn ljóssins og Lúsíu- hátíðin að hátíð ljóssins. Frá Stokkhólmi. Fremst eru konungshöllin og dómkirkjan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=