Norðurlönd

39 Stokkhólmur Stokkhólmur er höfuðborg Svíþjóðar. Borgin stendur á austurströnd landsins og er byggð á fjórtán eyjum þar sem vatnasvæði Mälaren mætir Eystrasaltinu. Fjöl- margar brýr tengja eyjarnar og ströndina saman og setja sterkan svip á borgina. Sagt er að Birger Jarl hafi stofnað borgina á 13. öld til að vernda svæðið í kringum Mälaren fyrir árásum sjóræningja og til að rukka sjó- farendur um tolla. Áhrif og veldi Stokkhólms jókst og á 17. öld stóð borgin í miklum blóma. Margar hallarbygg- ingar eru frá þeim tíma. Tungumál Íbúar Svíþjóðar eru að stærstum hluta sænskumælandi, en einnig eru minnihlutahópar Finna og Sama í landinu. Nokkur straumur innflytjenda hefur verið til Svíþjóðar hin síðari ár og nú búa í landinu m.a. hópar frá ríkj- um Balkanskaga, Tyrklandi og Grikklandi sem tala sitt móðurmál ásamt sænskunni. Sænski skerjagarðurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=