Norðurlönd

38 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Stjórnarfar Í Svíþjóð er þingbundin konungsstjórn. Landið hefur verið sjálfstætt frá 6. júní 1523 og er sá dagur þjóð- hátíðardagur Svíþjóðar. Kosið er til þingsins á fjögurra ára fresti og eru þingmenn 349. Þingið kýs forsætis- ráðherra en konungdæmið gengur í erfðir. Karl Gustaf Svíakonungur hefur verið við völd síðan 1973. Hlutverk konungsins er ákveðið með stjórnarskránni og felur það m.a. í sér að vera andlit landsins út á við og taka á móti erlendum gestum. af hólmi. Sænskir bændur selja ekki mikið af afurðum til annarra landa. Skógar eru nýttir í iðnaði í Svíþjóð. Megnið af timbrinu er notað í framleiðslu á pappírskvoðu, húsum og hús- gögnum. Svíar nota hvað mesta orku á hvern íbúa í heiminum. Orkuna fá þeir að mestu með vatnsaflsvirkj- unum og frá kjarnorkuverum. Þeir kaupa einnig olíu frá öðrum löndum. Kalt loftslag kallar á mikla orku til húshitunar og einnig er landið þróað iðnríki sem krefst mikillar orkunotkunar. Helstu útflutningsvörur Svía eru rafmagnsvörur ýmiss konar, bílar og vélar, pappírs- og timburvörur, járn, stál og efnavörur. Meðal helstu náttúruauðlinda eru járn, kopar, blý, sink, gull, silfur og fleiri málmar, timbur og vatnsafl.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=