Norðurlönd

37 ströndina eru áhrif hafsins meiri. Loftslagið breytist mikið eftir því sem norðar dregur. Veturnir verða lengri, kaldari og snjóþyngri og sumrin styttri og svalari. Atvinnulíf og náttúruauðlindir Í mið- og norðurhluta Svíþjóðar er nokkuð um málma og þar er m.a. unnið kopar, silfur og járn. Járn hefur verið mikilvægt hráefni í Svíþjóð. Stærstu járnnámurnar eru í Kiruna og Malmberget í Norður-Svíþjóð, en járn- birgðirnar fara minnkandi og önnur lönd geta boðið ódýrara járn en Svíar. Sænskur iðnaður hefur lengi verið í fremstu röð. Bíla- iðnaðurinn er vel þekktur en Svíar framleiða bíla eins og Volvo og Scania. Vélaiðnaðurinn er mjög mikilvægur í sænsku hagkerfi því þrátt fyrir að Svíar framleiði ekki mjög mikið af einkabílum á heimsmælikvarða framleiða Volvo og Scania næstum fimmtung af farþega-, vöru- og flutningabílum í heiminum. Aðaliðnaðarsvæðið er um mitt landið en í suðurhlut- anum er mesti landbúnaðurinn. Bændum fer sífellt fækkandi þar sem búin stækka og tæki leysa manninn Landshættir og veðurfar Svíþjóð á landamæri að Noregi í vestri og Finnlandi í norðri auk þess sem Eyrarsundsbrúin tengir landið við Danmörku. Skagerrak, Kattegat, Eystrasalt og Helsingja- botn liggja með fram ströndunum sem einkennast af skerjum og smáeyjum sem margar eru skógi vaxnar. Sænski skerjagarðurinn er vinsælt útivistarsvæði og margir Svíar eiga báta og njóta þess að sigla þeim. Svíþjóð er fremur láglent land í suðri og norður með strönd Eystrasalts en í vestri, við landamæri Noregs, rísa Skandinavíufjöllin. Hæsta fjall Svíþjóðar er Kebnekaise og er 2111 metrar á hæð eða álíka hátt og Hvannadals- hnjúkur. Úr fjöllunum falla margar ár til sjávar í Eystrasalt og auk þess eru í Svíþjóð mörg vötn. Vänern, Vättern og Mäla- ren eru þau stærstu. Um helmingur landsins er þakinn skógi, sem er að stærstum hluta greni- og furuskógur, en syðst er einnig töluvert af lauftrjám. Skógarnir eru víða nýttir til timbur- og pappírsgerðar. Í Svíþjóð ber loftslagið ýmis einkenni meginlandslofts- lags en í suðvesturhluta landsins og við Eystrasalts- Sveitabær á slóðum Emils í Kattholti í Smálöndum í Svíþjóð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=