Norðurlönd

35 Fyrstu íslensku landnemarnir voru norskir víkingar sem flúðu Noreg vegna ósættis við norska kónginn Harald hárfagra. Ungir íslenskir höfðingjasynir fóru þó oft til Noregs og börðust með norskum konungum. Alltaf var sterkt samband á milli Noregs og Íslands sem endaði með því að 1262/1264 gengu Íslendingar Noregskon- ungi á hönd. Enn þann dag í dag finnst mörgum að Norðmenn og Íslendingar séu nátengdir vegna sam- eiginlegrar sögu landanna. Norðmenn byggðu afkomu sína að verulegu leyti á fisk- veiðum. Í Noregi var sjórinn kvikur af fiski og þar sem undirlendi er lítið var fiskveiði mikilvæg til að komast af. Norðmenn veiddu fisk og sigldu á milli fjarða til að eiga viðskipti og samskipti við aðra. Oft var sjóleiðin eina færa leiðin á veturna. Íbúar við sjávarsíðuna hafa því ávallt verið leiðandi í sjómennsku og á sú hefð rætur að rekja margar aldir aftur í tímann. Í tómstundum tefldu menn, sungu, dönsuðu og renndu sér á skíðum. Þeir víkingar sem voru efnaðir nutu þess að skreyta sig með skartgripum. Mikilvægi einstaklingsins var hægt að sjá út frá því hversu mikið af skartgripum hann bar. Silfurskartgripir voru algengastir en einnig notuðu menn gull, kopar, brons, gler, raf og fleira. Raf er steingerður safi úr 50 milljón ára gömlum furutrjám og finnst víða við Eystrasaltið. Til forna var það talið þyngdar sinnar virði í gulli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=