Norðurlönd

34 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Í byrjun voru ránsferðir víkinganna óskipulegar og aðal- lega farnar í þeim tilgangi að efnast hratt. Auðveldast var að ráðast á klaustur en eftir því sem árásirnar urðu ákafari var einnig farið að ráðast á verslunarstaði og heilu borgirnar. Á sumum stöðum höfðu menn vetur- setu og settust jafnvel alveg að. Norskir víkingar fóru aðallega til Orkneyja, Hjaltlands, Suðureyja, Skotlands og Írlands, en danskir og sænskir víkingar til Frakklands eða Englands. Víkingar Norrænir menn á 9.–11. öld voru kallaðir víkingar. Þetta tímabil er einnig kallað víkingaöld. Á þessum tíma snerust norrænir menn til kristinnar trúar og komu á konungsstjórn í löndum sínum. Nágrannar víkinganna litu á þá sem skelfilega heiðingja sem rændu fólki, drápu og stálu öllu fémætu sem þeir fundu. Flestir norrænir menn voru samt bændur með fjölskyldur og vinnufólk, sem höfðu viðurværi af búfjárrækt og stundum ýmiss konar kornrækt. Sumir þeirra voru miklir sægarpar og stunduðu viðskipti við önnur lönd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=