Norðurlönd

33 olíu og gas frá Noregi til annarra landa. Frá 1975 hafa Norðmenn framleitt miklu meiri olíu en þeir þurfa sjálfir að nota og fá þeir stóran hluta útflutningstekna sinna af olíu og gasi. Iðnaðurinn hefur þurft að laga sig að gríðarlega erfiðum aðstæðum undan ströndum Noregs og hefur það skapað mikla nýbreytni í norskri tækni- þróun. Starfsaðstæður á borpöllunum geta verið erfiðar en reynt er að gera starfsmönnum dvölina góða með margs konar afþreyingu um borð. Olía myndast þegar rotnandi leifar svifþörunga og annarra vatna- og sjávarlífvera geymast í jarð- lögunum í langan tíma. Til að olía verði til mega hin lífrænu efni ekki hafa komist í snertingu við súrefni því þá rotna þau. Þess í stað hafa þau á milljónum ára umbreyst í olíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=