Norðurlönd

31 Markvert að skoða í Osló Meðal þess sem markvert er að skoða í Osló má nefna víkingaskipasýningu, náttúruminjasafnið, Akershus- virkið og Vigeland höggmyndagarðinn. Vigeland högg- myndagarðurinn er stór garður með 212 höggmyndum eftir Gustav Vigeland, einn frægasta myndhöggvara Noregs. Garðurinn er nálægt miðbæ Oslóar og er einn vinsælasti ferðamannastaður Noregs. Þar er m.a. að finna 14 metra háa styttu sem heitir Monolitten en hún sýnir gang lífsins. Styttan er gerð úr einum granít- steini. Holmenkollen er svæði upp af Osló. Þar er frægur skíða- stökkpallur sem var reistur fyrir vetrarólympíuleikana 1952. Hann gnæfir hátt yfir borgina og er hægt að fara upp í hann til að njóta útsýnisins. Þar er einnig að finna safn sem sýnir sögu skíðaíþróttarinnar. Íbúar borgarinnar njóta fjölbreyttrar útiveru, m.a. á þeim fjölmörgu stígum sem liggja um borgina og eru nýttir sem gönguleiðir á sumrin og fyrir gönguskíði á veturnar. Stærstu borgir Noregs, auk Oslóar, eru Stavanger, Berg- en og Þrándheimur. Danmörku en nýnorska er tilbúið tungumál. Hún varð til um 1850 og var mynduð úr ýmsum mállýskum og með hliðsjón af fornnorrænu. Bókmálið er líkt ritaðri dönsku þó framburðurinn sé ólíkur. Nýnorskan á margt sameiginlegt með íslensku og færeysku. Hún er líkust þeim mállýskum sem talaðar eru í Vestur-Noregi og þaðan komu þeir sem settust að á Íslandi og í Færeyjum. Nýnorska er aðalritmálið í skólum í Vestur-Noregi en bókmál annars staðar. Osló Höfuðborg Noregs heitir Osló. Borgin liggur við Oslóar- fjörðinn. Talið er að árið 1048 hafi farið að myndast byggð þar sem höfuðborgin er nú og var það fyrir tilstilli Haraldar harðráða sem þá var konungur Noregs. 1624 varð mikill bruni í borginni og eftir hann lét Kristján IV. Danakonungur, sem þá réð ríkjum í Noregi, endur- reisa borgina úr steini en áður voru húsin úr timbri. Hann lét einnig reisa Akershusvirki sem átti að vernda borgina gegn óvinum sem gætu komið sjóleiðina inn Oslóarfjörðinn. Hinn danski Kristján IV. kallaði borgina Kristjaníu og það hét hún þar til 1925 að hún fékk nú- verandi heiti. Í kringum Osló eru fjöll og hæðir og á firðinum eru margar eyjar. Holmenkollen, skíðastökkpallurinn í Osló. Monolitten í Vigeland höggmyndagarðinum í Osló.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=