Norðurlönd

30 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN timbur- og efnaiðnaður ásamt textíliðnaði eru einnig mikilvægar atvinnugreinar í Noregi. Mikilvægustu útflutningsvörur Norðmanna eru olía og olíuafurðir, vélbúnaður og tæki, málmar og efnavörur auk skipa og fiskafurða. Stjórnarfar Í Noregi er þingbundin konungsstjórn. Núverandi kon- ungsfjölskylda hefur ríkt frá árinu 1905, þegar Noregur fékk sjálfstæði frá Svíþjóð. Fyrir rúmlega þúsund árum voru margir smákóngar í Noregi en landið var sameinað í eitt konungdæmi af Haraldi hárfagra. Norðmenn fengu stjórnarskrá 17. maí 1814 og er sá dagur þjóð- hátíðardagur þeirra. Til þingsins er kosið á fjögurra ára fresti og eru þingmenn 165. Tungumál Í Noregi eru bæði nýnorska og bókmálsnorska opinber tungumál en auk þess er samíska opinbert tungumál í sex héruðum í Norður-Noregi. Bókmál er eins konar norsk útgáfa af danska ritmálinu sem var notað í Noregi á þeim tíma sem landið var í stjórnmálasambandi við Atvinnuvegir og náttúruauðlindir Helstu auðlindir Noregs eru m.a. olía og gas, járn og ýmsir málmar, fiskur, timbur og vatnsorka til rafmagns- framleiðslu. Olíuiðnaður í Noregi er mjög mikilvægur og við hann starfar fjöldi fólks. Borað er eftir olíunni og gasinu á gríðarstórum olíuborpöllum langt úti á sjó og er framleiðslan að mestu flutt til annarra landa. Eins og í öðrum vestrænum löndum vinna flestir við þjónustustörf og eru störf á vegum ríkis og bæja lang- fjölmennust. Sem dæmi um þjónustustörf má nefna verslun og viðskipti, ferðaþjónustu og skólastarf. Fiskiðnaður er mikilvægur í Noregi og er mest veitt af þorski en einnig veiða Norðmenn m.a. síld og makríl. Síðustu árin hefur fiskeldi aukist mjög í Noregi og selja Norðmenn eldislax til annarra landa ásamt fleiri teg- undum eldisfiska. Vegna tækninýjunga þarf sífellt færra fólk til að sinna fiskvinnslustörfum. Landbúnaður í Noregi er nokkuð fjölbreyttur. Sauðfjár-, geita-, svína- og nautgriparækt er umtalsverð og mjólkurframleiðsla mikil. Talsvert er ræktað af kart- öflum, byggi og hveiti. Matvælaframleiðsla, skipasmíðar, Akershúsvirkið í Osló. Frá Lofoten.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=