Norðurlönd

29 200 km langur og 1308 metra djúpur þar sem dýpst er. Sognsær er annar lengsti fjörður í heimi, en Scoresby- sund á Grænlandi er lengstur. Fjarðalandslag Noregs þykir mjög tilkomumikið. Víða er mjög bratt við firði og dali og fremur lítið en frjósamt undirlendi. Fyrir utan ströndina er ógrynni eyja og skerja sem mynda fallegan skerjagarð. Rakt og hlýtt loft kemur að vesturströnd Noregs og veldur því að lofthiti þar er hærri en ella væri og firð- irnir eru að mestu lausir við ísmyndun á vetrum. Hlýju loftinu fylgir oft mikil úrkoma. Þar er því dæmigert út- hafsloftslag. Inn til landsins er minni úrkoma og meiri hitamunur sumars og vetrar. Norðar í landinu gætir hlýja loftsins mun minna og nyrsti hluti landsins er í kuldabeltinu. Landshættir og veðurfar Noregur á landamæri að Rússlandi og Finnlandi í norðri og Svíþjóð í austri. Með fram vesturströndinni liggur Atlantshafið, Norðursjór í suðvestri og Skagerrak er í suðri. Norður-Íshafið liggur norðan við Noreg og þar eru eyjarnar Jan Mayen, Bjarnarey og Svalbarði sem einnig tilheyra Noregi. Landið er mjög hálent og eftir því endilöngu liggja Skandinavíufjöllin sem ná upp í tæplega 2500 metra hæð og eru jöklar á hæstu tindum. Hæsta fjallið heitir Galdhøpiggen og er 2469 metra hátt. Eitt fjölfarn- asta fjallasvæðið er Harðangurshásléttan en um hana liggur leiðin milli Oslóar og Bergen. Svæðið er vinsælt af göngu-, hjóla- og skíðafólki. Strandlengjan er mjög vogskorin og teygja djúpir firðir sig langt inn í landið. Lengsti og dýpsti fjörður Noregs er Sognsær. Hann er Í Lysefjord í Noregi er þessi 600 metra hái klettur sem kallast Prédikunarstóllinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=