Norðurlönd
25 Fyrir tíma víkingaaldar átti fólk á Skandinavíuskaga og í Danmörku sameiginlega trú, kveðskap og réttarkerfi. Á víkingaöld urðu til konungdæmi og saga og menning landanna varð nátengd. Á þeim tíma barst kristin trú til Norðurlanda. Fólk fór að ferðast meira á milli landa og bera með sér hugmyndir og ólíka menningu. Næstu þúsund ár einkenndust þó af átökum á milli landanna en inn á milli voru löng tímabil þar sem friður ríkti. Það var svo um aldamótin 1900 sem ríkjaskipan á Norður- löndum komst í núverandi horf. Sameiginleg saga veldur því að samkennd Norður- landabúa er meiri en hjá mörgum öðrum þjóðum. Í margar aldir voru Noregur og Danmörk eitt ríki og það átti einnig við um Svíþjóð og Finnland. Svíar voru einn- ig á tímabili í konungssambandi við Dani. Ísland var undir stjórn Norðmanna og Dana í tæpar sjö aldir og Grænland og Færeyjar eru enn þá í stjórnarsamstarfi við Danmörku. Samskipti og verslun hafa því alltaf verið mikil á milli landanna. Sú mikla samvinna sem Norðurlandaþjóðirnar hafa nú sín í milli á rætur að rekja til síðari heimsstyrjaldarinnar þegar Finnland, Noregur, Danmörk og Ísland voru her- numin. Þá reyndu Norðurlandabúar að styðja hverjir aðra og sú samvinna varð upphaf að skipulegu sam- starfi. Norðurlandaráð hefur starfað frá 1952, en það er sam- starfsvettvangur stjórnvalda allra landanna. Ráðherrar og þingmenn Norðurlandanna hittast reglulega og eiga með sér samstarf um ýmis sameiginleg hagsmunamál. Sem dæmi má nefna menningar-, umhverfis-, mennta- og orkumál. Samstarfi Norðurlandanna má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi er það samstarf innan Norður- landanna, í öðru lagi samstarf um Evrópumál og í þriðja lagi samstarf Norðurlandabúa við grannsvæði. Norræna félagið starfar á öllum Norðurlöndunum og markmið þess er að efla samstarf og vináttutengsl á milli landanna. Það er m.a. gert með því að bjóða ungu fólki upp á skiptivinnu á Norðurlöndunum, reka bókasöfn og standa fyrir fyrirlestrum, námskeiðum og menningarviðburðum. Samstarf og sameiginlegir hagsmunir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=