Norðurlönd

24 NORÐURLÖND Stjórnarfar Finnland og Ísland eru lýðveldi og þar eru þjóðhöfð- ingjarnir forsetar en Svíþjóð, Noregur og Danmörk hafa þingbundna konungsstjórn. Þar er þjóðhöfðinginn kon- ungur eða drottning. Grænland og Færeyjar deila þjóð- höfðingja með Dönum en hafa eigið þing sem fjallar um flest innanlandsmál þeirra. Á Álandseyjum er sér- stakt þing, þó eyjarnar séu hluti finnska ríkisins. Lýðræði stendur föstum fótum í öllum löndunum og þjóðhöfðingjarnir hafa takmörkuð völd. Á öllum Norðurlöndunum kýs almenningur þingmenn, sem taka ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, en þjóð- höfðingjarnir eru sameiningartákn þjóða sinna og sjá t.d. um að taka á móti erlendum gestum og eru full- trúar þjóða sinna í öðrum löndum. • Hverjir eru þjóðhöfðingjar Norðurlandanna? Hjálpist að við að leita upplýsinga um það og kynnið niðurstöður fyrir bekknum. Núverandi Danadrottning heitir Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid og fékk hún íslenskt nafn af því að þegar hún var skírð var hún íslensk prinsessa. Elsti sonur hennar heitir Fredrik og mun hann taka við stjórnartaumum þegar móðir hans hættir. Lýðræði Í löndum þar sem er lýðræði kýs fólkið sér full- trúa (þingmenn) sem taka ákvarðanir fyrir þess hönd. Það kallast fulltrúalýðræði. Lýðveldi Í löndum með lýðveldi er þjóðhöfðinginn kosinn í kosningum. Völd forseta eru takmörkuð. Þingbundin konungsstjórn Það er stjórnarfar þar sem þjóðhöfðinginn, konungur eða drottning, erfa völdin sem eru takmörkuð vegna þjóðkjörins þings.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=