Norðurlönd
23 Trúarlíf Fyrir tíma víkinganna er talið að frumbyggjar Norður- landa hafi trúað á ýmis náttúruvætti. Ásatrú var útbreidd um öll Norðurlöndin, en lagðist að mestu af með útbreiðslu kristninnar undir aldamótin 1000. Flestir íbúar Norðurlanda eru lúterstrúar en voru áður kaþólskir. Margir Norðurlandabúar trúa á álfa og aðrar yfirnátt- úrulegar verur sem oft tengjast þjóðsögum viðkomandi landa. Með fjölgun innflytjenda verða trúarbrögð fjöl- breyttari og eru múslimar fjölmennasti hópurinn. Einnig fjölgar þeim sem kjósa að standa utan trúfélaga. tupilaq, vel þekktar. Tupilaq-stytturnar eru skornar í tré eða bein og voru notaðar áður fyrr gegn óvinum en nú þykja þær verðmætir safngripir. Danir eru stoltir af tónlistarhefð sinni og halda fjöl- margar tónlistarhátíðir. Hróarskelduhátíðin er líklega þekktust þeirra en þá koma mörg þúsund manns saman í nokkra daga og hlusta m.a. á tónlist frá morgni og fram á nótt. Færeyingar eru líklega þekktastir fyrir sagnadansinn, færeyska hringdansinn. • Hvaða norræna rithöfunda þekkir þú? Hjálpist að við að finna sem flest nöfn. Farið t.d. á bókasafnið og spyrjist fyrir um fleiri norræna höfunda. Í grænlenskum kirkjugarði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=