Norðurlönd
22 NORÐURLÖND Sænska hljómsveitin ABBA öðlaðist heimsfrægð eftir þátttöku í Evróvision árið 1974, þar sem hún sigraði með laginu Waterloo. Norsku stafkirkjurnar og þjóðbúningarnir eru stolt Norðmanna en auk þess hafa þeir getið sér gott orð- spor á alþjóðavettvangi fyrir nútímadans, listsköpun og tónlist, auk virkrar þátttöku í alþjóðasamstarfi, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sauna er nafn á finnskum gufuböðum sem hefur dreifst um heiminn en einnig er finnsk hönnun víðfræg. Má þar nefna Alvar Aalto sem er þekktur hönnuður. Kajakinn tengist grænlenskri veiðimenningu en einnig er trommudansinn og útskornar goðsagnafígúrur, Menning Menningarlíf Norðurlandabúa er fjölbreytt og að mörgu leyti svipað. Á hverju ári eru gefnar út fjölmargar nýjar bækur fyrir fullorðna og börn og rík hefð er fyrir lestri á öllum Norðurlöndunum. Bækur eftir þekktustu höfundana hafa verið þýddar á erlend tungumál og þeir öðlast viðurkenningu út fyrir sitt heimaland. Íslending- ar eru þekktir fyrir fornbókmenntir sínar og Finnar fyrir hetjukvæðin sín. Á Norðurlöndunum eru fjölmörg leik- hús, óperur, söfn og fleiri menningarstofnanir. Ýmiss konar handverk og alþýðulist er vinsæl sölu- vara til ferðamanna, en auk þess er norræn hönnun og myndlist vinsæl víða um heim. Svíar eru þekktir fyrir framlag sitt til kvikmyndasög- unnar en þeir hafa átt bæði fræga leikara og leikstjóra. Noregur er m.a. þekktur fyrir stafkirkjurnar sínar og við Sognsæ eru meðal annars fimm mismunandi stafkirkjur. Aðeins eru eftir 28 stafkirkjur í landinu öllu. Stafkirkja, eða stafakirkja, er timburkirkja þar sem veggir eru gerðir úr stöfum (þ.e. lóðréttum bjálkum) og þeir klæddir lóðréttum borðum. Tupilaq-styttur frá Grænlandi. Vasi hannaður af Alvar Aalto.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=