Norðurlönd

20 NORÐURLÖND Lífsskilyrði Norðurlandabúar búa við meira jafnrétti og jafnari tækifæri kynjanna til menntunar og atvinnu en margar aðrar þjóðir. Munur á hæstu og lægstu launum er minni en í flestum öðrum heimshlutum þó hann hafi aukist hin síðari ár. Veruleg fátækt er ekki algeng á Norður- löndum og eru löndin öll í efstu sætum á lista yfir þau lönd þar sem lífsgæði fólks eru metin þau bestu. Íbúum Norðurlandanna eru tryggð sömu réttindi þótt þeir flytji á milli landa. Þeir geta unnið og búið hvar sem er á Norðurlöndunum án þess að fá til þess sérstakt leyfi og njóta allra þeirra kjara og réttinda sem öðrum íbúum landanna standa til boða. Ríki og sveitarfélög sjá um að reka menntakerfið, heilbrigðisþjónustu og öldr- unarþjónustu. Þjónustunni er haldið uppi með fremur háum sköttum en gert er ráð fyrir því að þeir sem hafa lægstar tekjur fái mest til baka í formi ýmissa styrkja og þjónustu. Íbúar Norðurlanda eiga í flestum tilvikum rétt á bótum eins og t.d. slysa- og atvinnuleysisbótum. Einnig er hægt að sækja um fjárstyrki frá sveitarfélögunum og ef fólk veikist á það rétt á greiðslum í ákveðinn tíma meðan á veikindum stendur. Eldri borgarar fá greiddan ellilífeyri í öllum löndunum. Á öllum Norðurlöndunum geta nemendur fengið styrki eða námslán til að auðvelda sér nám að loknum fram- haldsskóla. Þetta gerir það að verkum að menntun Norðurlandabúa er almennt fremur góð. Það er ein- kennandi fyrir norrænar fjölskyldur hversu margir eru einstæðir foreldrar eða u.þ.b. 20 prósent af foreldrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=