Norðurlönd

19 sunnanverða Svíþjóð er mjög næringarríkur jarðvegur og þar blómstrar landbúnaður og matvælaframleiðsla. Í berggrunni Norðurlandanna má finna ýmsa verð- mæta málma eins og gull, blý, sink og kopar. Náttúran gefur auk þess kost á vistvænni orku því Norðmenn og Íslendingar hafa beislað orkuna sem býr í fallvötnum og á Íslandi eru líka jarðhitaorkuver. Í Danmörku er víða vindasamt vegna þess að landið er flatt og liggur að sjó. Þetta hafa Danir nýtt sér með því að byggja vindmyllur við ströndina sem framleiða rafmagn á umhverfis- vænan hátt. Í Svíþjóð og Finnlandi eru kjarnorkuver og fá þessi lönd hluta raforku sinnar frá þeim. Auðlindir og orka Norðurlöndin státa af töluverðum náttúruauðlindum. Fiskveiðar og iðnaður tengdur fiskveiðum er mjög mikilvæg atvinnugrein á Grænlandi, Íslandi, í Færeyjum og Norður-Noregi. Úti fyrir ströndum Danmerkur og Noregs er að finna miklar olíu- og gaslindir sem gera það að verkum að þessi lönd þurfa ekki að kaupa orku frá öðrum. Þau selja þá orku úr landi sem ekki er þörf fyrir heima og fá þannig gjaldeyristekjur. Í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi eru miklir skógar og þar hefur iðnaður tengdur timbur- og pappírsvinnslu blómstrað. Auk þess geta íbúar þessara landa nýtt skógana til að fá ódýrt eldsneyti. Í Danmörku og um Ýmsar leiðir til raforkuframleiðslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=