Norðurlönd

18 NORÐURLÖND Áhrif manna á umhverfi sitt Norðurlöndin eru víða með strjálbýlustu svæðum heims meðal annars vegna þess að stór svæði henta ekki til búsetu. Danmörk er undantekning frá því. Þar er nokkuð þéttbýlt. Annars er þéttbýli mest í kringum höfuð- borgirnar. Loftslag og landgæði hafa mikil áhrif á not manna af landinu og í Danmörku er lítið eftir af nátt- úrulegu landslagi. Þar hafa akrar tekið við af skóglendi og má helst finna villtan gróður á vernduðum svæðum. Á hinum Norðurlöndunum er þessu ekki svona háttað og er villt og óspillt náttúra meðal helstu náttúruauð- linda norðursins. Þessum svæðum hefur þó fækkað eftir því sem landbúnaður, samgöngukerfi og byggð breiða úr sér. Engi og mýrar hafa verið ræst fram og nýtt til landbúnaðar. Víða er þó reynt að vernda villta náttúru. Með átaki í umhverfismálum hefur dregið úr mengun vegna iðnaðar og landbúnaðar undanfarin ár. Mikil áhersla er lögð á að saman fari verndun náttúrunnar og nútíma tækniþróun. Umhverfisvernd er talin mikilvæg og mikil áhersla er lögð á samstarf landanna í loftslags- og orkumálum. Það er stefna Norðurlandanna að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa og að vera leiðandi í umhverfisvernd í heiminum. Löng hefð er fyrir notkun vindmylla í Danmörku. Áður fyrr voru þær að mestu notaðar til að mala korn en í dag framleiða flestar þeirra rafmagn. Vindorka er nýtt til raforkuframleiðslu, m.a. í Danmörku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=