Norðurlönd

17 hverjum stað. Í Finnlandi og Svíþjóð var nóg af timbri svo flest hús þar voru byggð úr því efni. Í Noregi var minna um skóga og þar urðu menn einnig að nýta grjót og torf eins og á Íslandi. Í Danmörku var algengt að nýta afgangshálm í þök og spara timbur með því að nota trégrind en fylla upp í hana með öðrum efnum. Á Grænlandi byggðu menn hús úr grjóti, hvalbeinum og selskinnum en bjuggu í snjóhúsum og skinntjöldum á ferðalögum. Þeir sem voru efnaðri gátu reist sér vand- aðri hús sem stóðu lengur. Steinhús voru reist um öll Norðurlöndin en þau þóttu dýr. Í dag búa flestir á Norðurlöndum í húsum úr timbri eða steinsteypu og leggja menn metnað í að hanna þau sem best. Margir norrænir arkitektar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu fyrir byggingar sínar. Þéttbýlustu svæðin á Norðurlöndunum eru syðst og hafa byggst upp við sjávarsíðuna. Þar eru helstu iðn- og þjónustufyrirtækin og samgöngur bestar næst stærstu borgunum. Mörg svæði á Norðurlöndunum eru strjál- býl og erfið til búsetu. Á það sérstaklega við um nyrstu svæðin. Það hefur þau áhrif að á Norðurlöndunum býr færra fólk á hverjum ferkílómetra en í flestum öðrum löndum í Evrópu. Síðustu 100 ár hafa sífellt fleiri íbúar þessara svæða flust til þéttbýlli svæða. Þessir fólksflutn- ingar valda því að þjónusta eykst á sumum svæðum en minnkar eða leggst af á öðrum. Það er þróun sem reynt er eftir mætti að snúa við án mikils árangurs. Á síðari árum hafa íbúar norðlægra slóða reynt að fjölga heimsóknum ferðamanna með góðum árangri. Ferða- menn leita í kyrrð og fegurð hinnar óspilltu náttúru og hafa aukið atvinnumöguleika þeirra íbúa sem enn búa í dreifbýli og vinna við þjónustu við ferðamenn. Húsagerð á Norðurlöndum hefur mótast í gegnum ald- irnar af þeim byggingarefnum sem menn gátu notað á Á Íslandi hlóðu menn veggi úr torfi og grjóti og reistu þak með burðargrind úr timbri og þöktu síðan með torfi. Gólf voru venjulega moldargólf. Að innan voru húsin stundum klædd með timbri. • Af hverju ætli húsin hér á landi hafi verið svona? • Hefur þú komið inn í torfbæ? • Ætli væri hægt að gera torfbæi nútímalegri, t.d. með því að leggja í þá rafmagn? Náttúruleg skilyrði og lifnaðarhættir fólks Danskt hús með hálmþaki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=