Norðurlönd
16 NORÐURLÖND hefur yfir tuttugu gráðu meðalhita á sumrin. Hitastig á Íslandi, í Færeyjum og Noregi er hærra vegna áhrifa Golfstraumsins en ætla mætti út frá legu landanna. Þar er líka úrkomusamt. Það er kallað úthafsloftslag. Eftir því sem farið er lengra inn til meginlandsins gætir Golfstraumsins minna og í Finnlandi og austurhluta Svíþjóðar gætir áhrifanna lítið. Þar verða kaldir vetur og mun hlýrra á sumrin. Það kallast meginlandsloftslag. Úrkoma er mjög misjöfn á Norðurlöndunum. Á sumum stöðum er úrkoma yfir 4000 mm á ári en annars staðar er hún ekki nema um 200 mm. Golfstraumurinn ber með sér mikinn raka sem fellur sem regn þegar hann þéttist yfir fjalllendi. Á Íslandi, í Færeyjum og vesturhluta Noregs er því mjög mikil úrkoma en landsvæði fjarri sjó eða dalir í austurhluta landanna lenda í regnvari og þar er því lítil úrkoma. Þannig svæði má finna í norð- austurhluta Grænlands, uppsveitum Noregs og auk þess er minni úrkoma á norðausturhluta Íslands heldur en við suðurströndina. Eftir því sem farið er lengra frá sjónum minnkar úrkoman. Loftslag á Norðurlöndunum er nokkuð milt miðað við hversu norðarlega á hnettinum löndin liggja. Ástæðan fyrir því eru áhrif Golfstraumsins. Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur sem á upptök í Karíbahafi og streymir norður eftir Atlantshafi og að ströndum Evrópu. Þar klofnar hann og fer kvísl úr honum að Íslandi en hin norður með Noregi. Straumurinn flytur með sér hlýjan sjó sem vermir loftið við strendur Evrópu og á Íslandi. Vegna þessa er mun hlýrra í Vestur- og Norður-Evrópu en á svipuðum breiddargráðum annars staðar á jörðinni. Loftslag á Norðurlöndunum ræðst aðallega af því hve norðarlega löndin liggja og hversu mikil áhrif Golf- straumsins eru. Meðalhiti í köldustu mánuðunum er yfirleitt um eða undir frostmarki og ekkert landanna Meginlandsloftslag . Loftslag þar sem mikill munur er á hita sumars og vetrar og dags og nætur. Úrkoma er lítil inni á meginlöndum. Úthafsloftslag (eyjaloftslag). Loftslag þar sem sumur eru svöl en vetur mildir, úrkoma mikil og veðurfar óstöðugt. Hafstraumar í Norður-Atlantshafi. Golfstraumurinn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=