Norðurlönd

14 NORÐURLÖND Loftslag Jörðinni er skipt í loftslagsbelti sem eru stór svæði sem einkennast af svipuðu loftslagi. Á kortinu sérðu skipt- ingu Evrópu í loftslagsbelti. Norðurlöndin eru að mestu nyrst í tempraða beltinu nyrðra og að hluta í kuldabeltinu. Kuldabeltið einkennist af lítilli úrkomu og þar er meðal- hitastig í heitasta mánuði ársins undir 10°C. Vetur eru langir og sumrin stutt. Á veturna er dimmt nær allan sólarhringinn en á sumrin skín sólin dag og nótt. Frost fer aldrei úr jörðu og á sumrin þiðnar aðeins yfirborð jarðvegsins. Votlendi er því mikið. Í tempraða beltinu nyrðra er meðalhiti í heitasta mán- uðinum hærri en 10°C og hitamunur á milli árstíða víða mikill. Við ströndina er hitamunur sumars og veturs þó fremur lítill vegna áhrifa hafsins en inn til landsins er hann mun meiri. Úrkoma er mest við ströndina en minnkar eftir því sem kemur lengra inn á meginlöndin. Loftslagsbeltin í heiminum eru sjö. Hitabeltið er við miðbaug en norðan við það eru heittempruðu beltin nyrðra og syðra, síðan koma tempruðu beltin nyrðra og syðra og loks eru kuldabeltin nyrst og syðst. Vetur í Svíþjóð. Loftslagsbelti í Vestur-Evrópu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=