Norðurlönd

13 Jökullinn hefur mótað landslag Norðurlandanna á ýmsa vegu. Í Finnlandi skildi hann eftir dældir sem fylltust af vatni þegar hann bráðnaði og mynda í dag hin mörgu stöðuvötn Finnlands. Í Noregi hefur ísaldarjökullinn sorfið og mótað firðina svo þeir eru með bröttum fjallshlíðum og fremur flatir í botninn. Þannig dalir eru kallaðir U-dalir og finnast einnig á Íslandi. Í Svíþjóð má sjá áhrif jökulsins með því að skoða jökulsorfið granítið. Á því má oft sjá för sem sýna hvernig skriðjöklarnir slípuðu bergið þegar þeir færðust áfram. Jarðvegurinn í Svíþjóð er einnig víða blandaður jökulleir. Í Danmörku lá jaðar jökulsins um tíma og þar runnu mörg stór og straumhörð jökulfljót sem báru með sér sand og möl sem mynduðu hóla og hæðir í tímans rás. Jaðarinn ýtti auk þess á undan sér malarkambi sem víða má sjá á vesturströnd Jótlands. Á Íslandi og Grænlandi eru jöklarnir enn þá að móta landslagið með skriðjöklum og jökulám. Finnland er oft kallað Þúsund vatna landið. Aurlandsfjörður í Noregi er dæmigerður U-dalur. Frá sænska skerjagarðinum. Hnullungafjara á Borgundarhólmi í Danmörku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=