Norðurlönd
12 NORÐURLÖND landið að rísa á ný. Það er enn þá að rísa undan farginu , mörg þúsund árum eftir að jökullinn hvarf. Mikið af vatni var bundið í jöklunum og því var yfirborð sjávar svo lágt að hægt var að ganga þurrum fótum á milli Englands og Frakklands þar sem nú er Ermarsund. Á Atlantshafi flutu stórir ísjakar. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 8000 árum á Norðurlöndum. Í dag hefur ísinn bráðnað og jöklar finnast bara á hæstu fjallstindum nema á Íslandi og Grænlandi þar sem eru stórir jöklar. Jöklar eru sífellt á hreyfingu og þokast undan þunga sínum niður á láglendi þar sem þeir bráðna smám saman. Skriðjöklarnir rífa með sér grjót sem safnast undir þá svo botninn verður eins og risa- stór þjöl sem sverfur sig inn í bergið. Þegar jöklarnir bráðna og minnka skilja þeir eftir sig jökulsorfinn dal eða fjörð. Landmótun Fyrir rúmum tveimur milljónum ára hófst ísöld á norður- hveli jarðar. Hún var ekki einn samfelldur frostavetur, heldur skiptust á jökulskeið og hlýskeið þegar hlýnaði og ísaldarjökullinn hopaði . Síðasta jökulskeið ísaldar hófst fyrir rúmlega hundrað þúsund árum. Fyrir um 20.000 árum þakti jökull öll Norðurlöndin. Jökullinn náði einnig yfir mestallar Bret- landseyjar og suður í Þýskaland og Pólland. Ísinn var nokkurra kílómetra þykkur þar sem hann var þykkastur. Þegar jökull er svona þykkur pressar þungi hans landið niður og talið er að jarðskorpan hafi sigið um 800 metra við botn Eystrasalts. Strax og jöklar ísaldar bráðnuðu fór • Hvernig getum við enn þá séð ummerki eftir ísaldarjökulinn? • Hvernig er land sem kemur undan jökli? Jökullinn huldi Norðurlöndin öll, Bretlandseyjar að mestu og náði suður í Mið-Þýskaland á síðustu ísöld.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=