Norðurlönd

11 Færeyjar, að ógleymdum norska skerjagarðinum. Við Grænland eru margar stórar eyjar en sú stærsta í byggð er Diskóeyja. Í finnska skerjagarðinum eru fjölmargar eyjar, stærst þeirra er Áland. Helstu hafsvæði sem liggja að Norðurlöndunum eru Atlantshaf og Norður-Íshaf, ásamt Norðursjó og Eystra- salti. Við Grænland eru Labradorhaf og Grænlandshaf. Öll löndin liggja að sjó svo fiskveiðar hafa verið mikil- vægar í öllum löndunum en mikilvægi þeirra hefur minnkað mikið nema á Grænlandi, Íslandi og í Fær- eyjum. Byggð á Norðurlöndum er yfirleitt þéttust við ströndina. Miðstöðvar verslunar og viðskipta þróuðust við sjávarsíðuna og þar byggðust upp stærstu bæirnir. Eftir því sem norðar er farið fækkar fólkinu því lífsskil- yrði eru þar erfiðari vegna fjarlægða við markaði og kaldara veðurfars. Landshættir Undir lok síðustu ísaldar voru öll Norðurlöndin þakin þykkum jökli. Enn má sjá merki hans á mörgum stöðum og nú hylur jökull Grænland og meira en tíunda hluta af Íslandi. Skógar þekja stóra hluta Noregs, Svíþjóðar og Finnlands en einnig eru vötn og ár mjög einkennandi fyrir flest Norðurlöndin. Hálendi setur svip sinn á landslag á Grænlandi, Íslandi, í Færeyjum, Noregi og vesturhluta Svíþjóðar. Láglendi er mest í Suður-Svíþjóð og Danmörku og þar eru einnig bestu ræktunarskilyrðin. Finnland er líka láglent, en skógar og vötn þekja megnið af því. Til Norðurlandanna teljast nokkrar stórar eyjar, auk Grænlands og Íslands, má þar t.d. nefna Jan Mayen, Bjarnarey og Svalbarða í Norður-Íshafi sem tilheyra Noregi. Einnig Gotland og Öland í Eystrasalti sem til- heyra Svíþjóð. Þá má nefna allar dönsku eyjarnar og Ávalar hæðir einkenna landslag í Suður-Svíþjóð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=