Norðurlönd
10 NORÐURLÖND Norðurlönd eru nyrsti hluti Evrópu. Þau eru fimm talsins: Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finn- land. Grænland og Færeyjar eru í konungssambandi við Danmörku en Álandseyjar lúta stjórn Finna, þó öll hafi þau heimastjórn og eigið þing líkt og var hér á árunum1904–1918. Þó Grænland sé þannig talið með Norðurlöndunum er það landfræðilega hluti Norður-Ameríku. Stundum heyrum við talað um Skandinavíu. Þá er fyrst og fremst verið að tala um Noreg og Svíþjóð sem eru á Skandinavíuskaga sem er stór skagi, nyrst á meginlandi Evrópu. Stundum er Danmörk líka talin til Skandinavíu. Landslag á Norðurlöndunum er mjög fjölbreytilegt, þrátt fyrir að flatarmál þeirra allra sé aðeins um 1% af heildarflatarmáli jarðar. Íbúafjöldinn er nærri 25 milljónir sem er minna en 1% af heildaríbúafjölda jarðar. Á Norðurlöndum eru há fjöll, djúpir dalir, sendnar fjörur, skerjagarðar, stöðuvötn, jöklar, rækt- að land og skógar. • Skoðaðu öll Norðurlöndin í kortabók eða á bls. 26–27 í þessari bók og skrifaðu niður þau atriði sem þér finnst vera einkennandi fyrir landslag hvers lands. Flytdalssyllan í Geirangursfirði í Noregi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=