Norðurlönd

9 Kort geta eins og áður segir verið mjög mismunandi og litir haft ólíka merkingu. Þess vegna er mikilvægt að kynna sér vel hvað litirnir tákna á hverju korti fyrir sig. Aðallega eru notaðar tvær leiðir til að sýna mismunandi hæð lands yfir sjávarmáli. Stundum eru teiknaðar hæðar- línur þannig að línur eru dregnar á milli punkta sem eru í sömu hæð yfir sjávarmáli. Bilið á milli hæðarlínanna verður misjafnt eftir því hvernig landslagið er og hversu mikillar nákvæmni er krafist. Á þessum kortum er auðvelt að sjá hvar er mikill bratti því þá verða hæðarlínurnar mjög þéttar. Hin aðferðin er sú að nota landslagsskyggingu sem dregur fram landslagið eins og á loftmynd. Þannig er kortið á myndinni hér að ofan teiknað. Önnur tegund korta eru svonefnd þemakort þar sem ekki er lagt mikið upp úr að sýna landslagið. Þau eru notuð til að miðla upplýsingum um dreifingu tiltekinna hluta, t.d. framleiðslu á kjöti eða olíu, upplýsingum um loftslag eða dreifingu mannfjölda. Til þess eru oftast notaðir mismun- andi litir eða ólík tákn. Í Kortabók handa grunnskólum eru ýmis dæmi um slík kort. Hæðarlínur. Hæðarlitir. Í nafnaskrá kortabóka er vísað til blaðsíðutals og reita sem merktir eru með bókstaf og tölustaf. Þemakort sýna t.d. framleiðslu, mann- fjölda, loftslag eða jarðfræði. 0 m 20 m 40 m 60 m 80 m 100 m 0 m 20 m 40 m 60 m 80 m 40 m 0 m 20 m 40 m 60 m 80 m

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=