Norðurlönd
8 KORT OG LOFTMYNDIR 0 200 500 1000 2000 3000 0 -200 -2000 J ö k u l l Kort sem sýna landslag, hæð lands yfir sjávarmáli, vegi, byggð, gróðurfar og fleira eru kölluð staðfræðikort . Þetta eru þau kort sem flestir kannast við því ferðakortin sem við notum eru af þessari gerð. Ferðakort eru m.a. til í mælikvarðanum 1:500.000. Það þýðir að einn sentimetri á kortinu eru 500.000 sentimetrar á yfirborði jarðar, eða 5 km. Einnig eru til kort af hverjum landshluta þar sem mælikvarðinn er 1:250.000 en þá jafn- gildir einn sentimetri 2,5 km á landi (250.000 sentimetrum). Kortið er því nákvæmara og getur sýnt fleiri smáatriði. Með flestum kortum eru upplýsingar um hvað mismun- andi litir og merkingar þýða. Blár litur er yfirleitt notaður til að tákna vatn en hvítur táknar jökla. Grænn litur getur stundum táknað gróið land eða ræktað og brúnn og grár óræktað land. Þéttbýli er oft táknað með rauðum fleti sem er mismunandi að stærð og lögun eftir íbúafjölda. Vegir eru gjarnan rauðir eða brúnir, eftir því hvort þeir eru með bundnu slitlagi eða ekki, og fjallavegir eru oft sýndir með brotinni línu og gulum lit. Það eru líka ýmis önnur tákn á kortunum sem best er að skoða og leggja á minnið. Kortalestur Mælikvarði korta sýnir hlutfall fjarlægða á kortunum og raunverulegar fjarlægðir á yfirborði jarðar. Mörk hálendis og láglendis eru um 200 metrar yfir sjávarmáli. Kortaskýringar sýna hvað litir og tákn á kortum þýða.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=