Neistar
Samfélagið krefst þess að þú getir aflað þér upplýs- inga, verið gagnrýnin(n) á þær og komið þeim frá þér, m.a. í rituðu máli. Þú þjálfast í að vinna úr upplýsingum – þegar þú skrifar texta sem byggist á heimildum þarftu að kynna þér málefni frá öllum hliðum, greina aðal- og aukaatriði og setja þau fram á skýran og skipulegan hátt. Þú eflir gagnrýna hugsun – ritgerðasmíð og önnur heimildaritun kallar á heimildavinnu og þú lærir og skilur betur að ekki er alltaf allt sem sýnist og að sumar heimildir eru öruggar á meðan aðrar eru óáreiðanlegar eða hreint og beint falskar. Þú verður betri í að standa fyrir máli þínu í daglegu lífi – heimildavinna felur í sér ákveðna rökleiðslu og samtal á milli ólíkra sjónarmiða. Ef þú þarft einhvern tímann að sannfæra einhvern (vinnuveitanda, vin, foreldri, þjónustufulltrúa) er mikilvægt að málflutningur þinn sé beinskeyttur og sannfærandi og byggður á traustum heimildum. Þú eflist og eykur möguleika þína – í upplýsinga samfélagi nútímans þar sem mikið magn af gögnum og heimildum er aðgengilegt öllum er mikilvægt fyrir hvern og einn að vera læs á gæði og áreiðanleika upplýsinga. Í framhaldsskóla og háskóla er gerð rík krafa um ritun, í mörgum starfsgreinum er það einnig gert og ef þú vilt starfa við ritun eða úrvinnslu texta (t.d. í sköpun, blaðamennsku eða fræðimennsku) er færni á þessu sviði alveg nauðsynleg. 97
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=