Neistar
96 Af hverju heimildaritun? Hugsun manneskjunnar er alveg hreint ótrúlega öflugt fyrirbæri og við erum fær um að uppgötva, skapa, draga ályktanir og mynda ótal tengingar á sama tíma – oft í einum hrærigraut. En þessi hugsun gagnast okkur ekki sem skyldi ef hún fær eingöngu að vera óreiðukennd. Í óreiðunni felst svo sannarlega sköpunarkraftur sem má ekki vanmeta – en í öllum hefðbundnum málflutningi þarf að skipuleggja sig. Brýna boðskapinn. Skerpa á setningum. Raða upp setningum þannig að þær hitti sem best í mark. Færa haldbær rök fyrir því sem skrifað er. Að skrifa texta þar sem blandast saman þekking þín, viðhorf og upplýsingar úr ritum annarra er þess vegna merkilegt og gagnlegt ferli sem nauðsynlegt er að þú lærir. Af hverju? Af mörgum ólíkum ástæðum. Heimildaritun er skipulögð hugsun Markmiðið með þessum kafla er að auka færni þína í heimildaritun með því að opna augu þín fyrir því að hún snýst um miklu meira en að skrifa sannfærandi ritgerð; heimildaritun er ferli sem gerir þér kleift að móta hugsun þína, túlka og vinna úr upplýsingum og loks standa fyrir máli þínu. 5. kafli
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=