Neistar

90 Tölfræði – gluggað í gröfin Í samfélagsumræðu notast fólk gjarnan við tölfræði til að skýra mál sitt. Tölfræði getur verið frábært tæki til útskýringar – en að sama skapi er hægt að misnota hana verulega. Við gerum alls ekki ráð fyrir því að allir sem nota tölfræði geri það. En til að skilja tölfræðiupplýs- ingar verður lesandinn að skoða hvaða forsendur liggja að baki tölunum og lesa vandlega kvarðana sem notaðir eru. Sjáum einfalt dæmi um sölu á þurrkrydduðum kóngahrísgrjónum sumarið 2009: Í hvaða mánuði nær salan hámarki? Um hve mörg kíló jókst salan frá janúar og þar til salan er mest? Sömu tölurnar – ólík framsetning Í fyrra grafinu hér fyrir neðan sérðu annað dæmi þar sem sýnt er fram á tilteknar staðreyndir um samfélagið. Ef þú skoðar lóðrétta kvarðann á myndinni sérðu að hann nær aðeins upp í 60%. Skoðaðu líka neðri myndina. Hver er munurinn á þessum tveimur gröfum? Hefur hann áhrif á það hvernig þú lest úr upplýsingunum? Hlutfall þeirra karla og kvenna sem Fréttablaðið og Morgunblaðið ræddu við þegar ekki voru bæði kyn í einu úr röðum frambjóðenda 2009 en þá var framboð karla og kvenna nánast jafnt. (Anna Lilja Þórisdóttir, 2009).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=