Neistar
89 Að gera flókið mál einfalt Styrkur þinn í lestri kemur ekki síst fram í því hvernig þér tekst að einfalda flókið mál, draga fram aðalatriðin og endursegja þau í skýru máli. Hér er dæmi um úrvinnslu úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna: 3. gr. 1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráð stafanir sem varða börn. 2. Með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. 3. Aðildarríki skulu sjá til þess að stofnanir þar sem börnum skal veitt umönnun og vernd starfi í samræmi við reglur sem þar til bær stjórnvöld hafa sett, einkum um öryggi, heilsuvernd og fjölda og hæfni starfsmanna, svo og um tilhlýðilega yfirumsjón. 12. Skrifið stuttan bækling um flókið mál Vinnið í þriggja manna hópum og færið lagatextann um mannanöfn yfir á skiljanlegt mál – í þeim tilgangi að setja upp lítinn bækling sem er ætlaður unglingum og foreldrum þeirra. Lagatextann er hægt að finna með því að leita að „Lög um mannanöfn“ á vef Alþingis. Hvað þarftu að hafa í huga þegar þú færir flóknar upplýsingar yfir á einfalt form? • Tón og stíl • Draga fram aðalatriði • Hafa millifyrirsagnir • Lýsandi titil 1. grein Hugtaki› barn Barn er einstaklingur undir 18 ára aldri, nema lög heimalands fless segi anna›. 2. grei Jafnræ›i – bann vi› mismunun Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynfláttar, litarháttar, kynfer›is, tungu, trúar, stjórnmálasko›ana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stö›u e›a annarra a›stæ›na fleirra e›a stö›u e›a athafna foreldra fleirra. 3. grein fia› sem barninu er fyrir bestu Allar ákvar›anir e›a rá›stafanir yfirvalda er var›a börn skulu bygg›ar á flví sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum flá vernd og umönnun sem velfer› fleirra krefst. A›ildarríki eiga a› sjá til fless a› stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=