Neistar
88 9. Á ferð um víðáttur heimsins Ljóð Sigurlínar Bjarneyjar er hægt að lesa á ýmsan hátt. Ein vídd ljóðsins er í raun eins konar „leiðbeiningar“ um hvað skal hafa í huga þegar lagt er af stað í krefjandi ferðalag, upp á hálendi eða a.m.k. út úr öryggi daglegs lífs. Nú átt þú að setja efni ljóðsins í hefðbundnari búning, þ.e. búa til leiðbeiningar fyrir ferðamenn sem ætla að ferðast um hálendið. Ef þú ert ekki viss um hvernig leiðbeiningartexti lítur út geturðu alltaf flett upp í Beinagrindum eða notað netið. Spreyttu þig svo á að semja þitt eigið ljóð sem í felast einhvers konar leiðbeiningar eða heilræði. 10. Útúrsnúningur er alltaf skemmtilegur Veldu eitt efni til að skrifa ítarlegar leiðbeiningar með yfirskriftina: 1. Bíóferð – áður en lagt er af stað 2. Pönnukökubakstur – að tryggja sem bestan árangur 3. Lítil systkini – notkunarleiðbeiningar 11. Veggjaskilaboð til þín Allt í kringum okkur er að finna bráðfyndin (og oft klaufalega orðuð) skilaboð. Dæmigerða útgáfan af þeim gæti litið svona út: Umgengni lýsir innri manni!!!! Við notum EKKI þetta klósett til að fjarlæja DRASL úr vösum Vinsamlega virðið þetta! AÐVÖRUN ATHUGIÐ!!!!!!!!!!!! Stundum eru þetta skilaboð sem bera vott um pirring, stundum vinsamleg skilaboð, stundum hlutlaus. Það sem skilaboðin eiga sameiginlegt er að ávarpið innan þeirra er í sérstökum tóni sem einkennist af því að verið er að setja fram „reglur“ sem eru samt ekki reglur; tilmæli frá einni mann- eskju til annarra. 1. Rannsakið nánasta umhverfi í skólanum eða eftir skóla og takið myndir af aðvörunar- skiltum, umferðarskiltum eða leiðbeininga- miðum, og leiðbeiningamiðum, t.d. á almenningssalernum. 2. Búið til eigin skilaboð til að hengja upp í skólanum eða á heimilinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=