Neistar

7 Kveikjur = frelsi og frumkraftur Þú ert skapari, alla daga, og allt í kringum þig eru kveikjur sem geta komið neistum af stað. Sýndu áræðni í framkvæmd, leyfðu eigin hugmyndum að fæðast og leyfðu þinni rödd að fá rými og byr undir báða vængi. Neistar = úrvinnsla og undirbúningur Þú berð ábyrgð á eigin neistaflugi og getur breytt litlum neista í stórt bál með því að vinna úr því sem kviknar innra með þér. Leggðu áherslu á vandvirkni, talaðu og skrifaðu skýrt þannig að tekið sé mark á þér og lærðu að færa rök fyrir máli þínu og vinna með fróðleik og þekkingu á markvissan og skipulegan hátt. Pældu í þessu! ▣ Hvað kanntu í íslensku? ▣ Hvað þarftu að kunna? Af hverju? ▣ Hvað þarftu að læra betur? Af hverju? ▣ Til hvers þarftu að æfa framsögn? ▣ Hvers vegna þarftu að geta fært rök fyrir máli þínu? ▣ Hvernig getur það nýst þér að þekkja ólík málsnið? ▣ Hvaða hag hefur þú af því að geta skrifað ólíkar textategundir? ▣ Hvernig gagnast þér að fá gagnrýni á verkefnin þín? ▣ Af hverju þarftu að skilja það sem þú lest? ▣ Til hvers þarftu að efla gagnrýna hugsun? ▣ Hvers vegna þarftu að kunna að afla þér upplýsinga? ▣ Af hverju þarftu að læra að þekkja áreiðanlegar upplýsingar? ▣ Hvers vegna þarftu að kunna að skrifa fræðilegan texta? ▣ Hvað þarf saga að innihalda? ▣ Til hvers þarftu að læra um skáldskap? Sögur og ljóð? ▣ Hvað græðir þú á að leika þér með tungumálið? ▣ Hvað græðir þú á því að hafa góðan orðaforða? ▣ Af hverju þarftu að æfa þig að fara með vandað mál? ▣ Til hvers þarftu að kunna málfræði? ▣ Til hvers þarftu að kunna rétta stafsetningu? ▣ Hvað finnst þér skemmtilegast í íslensku? Af hverju? ▣ Hvað finnst þér leiðinlegast í íslensku? Af hverju?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=