Neistar

86 Athygli vakti að þeir sem lögðu það í vana sinn að borða ávexti úr dós eða frosna ávexti voru í aukinni hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma eða krabbamein. Fimm skammtar af ávöxtum og grænmeti dag hvern er nokkuð sem hefur verið ráðlagt til þess að viðhalda góðri heilsu. Nýleg rannsókn bendir hins vegar til þess að fimm skammtar séu alls ekki nóg. Í ljós kom að þeir sem borðuðu meira af ferskum ávöxtum og grænmeti lifðu almennt lengur og áttu síður á hættu að deyja úr hjartasjúkdómum eða krabbameini. Í stað þess ætti fólk að miða við sjö skammta á dag og að grænmeti ætti að vera í miklum meirihluta. Þá bendir rannsóknin til þess að ávextir og græn- meti úr dósum eða frysti sé almennt næringar- snauðari matvara. Oyinlola Oyebode, prófessor hjá UCL, segir að niðurstöðurnar um dósamatinn hafi valdið þeim heilabrotum. Ef til vill bendir þetta til þess að fólk sem borðar ávexti úr dós búi á svæðum þar sem ferskvara er ekki fyrir hendi og því séu matarvenjur fólksins almennt lakari. Þá gæti verið um að ræða fólk sem er nú þegar við laka heilsu eða lifir of annasömu lífi. Eins getur útskýringin verið sú að ávextir í dós eru jafnan geymdir í sírópslegi en þessar niðurstöður gefa tilefni til frekari rannsókna. Það að borða að minnsta kosti sjö skammta af ferskum ávöxtum og grænmeti minnkaði til dæmis líkur á krabbameini um 25%. Grænmeti er talið veita talsvert meiri vörn gegn sjúkdómum en ávextir. Þetta er niðurstaða rannsókna á vegum UCL (University Collage London) sem greindi matar­ venjur 65 þúsund einstaklinga yfir átta ára tímabil og paraði saman matarvenjur og dánarorsakir. Rannsakendurnir taka það fram að um sterka fylgni sé að ræða en ekki orsakasamband en styrkur rannsóknarinnar er sá að um tilviljunar- úrtak er að ræða. 7. Leystu þrautina Hér er stutt grein þar sem röð efnisgreinanna hefur verið ruglað. Í hvaða röð eiga efnisgreinarnar að vera svo textinn myndi rökrétt samhengi? Lestu textann og leystu þrautina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=