Neistar

85 „Þetta er gjaldþrota stefna,“ segir Páll Hilmarsson mannfræðingur sem hefur rannsakað veggjakrot í Reykjavík síðan 2003 um stefnu borgaryfirvalda gagn­ vart því. Valdimar Tr. Hafstein, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, sem skoðað hefur viðbrögð stjórnvalda við veggjakroti á Íslandi og víðar segir tvær meginleiðir færar yfirvöldum í aðgerð­ um gegn veggjakroti. List eða óhreinindi? Valdimar segir núverandi stefnu borg­ aryfirvalda í Reykjavík vera svokallaða hreinsunarstefnu. „Þar er litið á þetta sem hver önnur óhreinindi og því snúast aðgerðir fyrst og fremst um að hreinsa þetta,“ segir hann. Valdimar segir að hin leiðin sé að skilgreina leyfilega veggi. „Hún snýst um það að merkja ákveðna fleti þar sem þetta er leyfilegt – þar sem þetta eru ekki óhreinindi heldur list. List er það sem er leyfilegt. Allt hitt er svokallað krot og skemmdarverk,“ segir hann. Þessa stefnu kallar hann listvæðingu. Tengist pólitík Valdimar segir hreinsunarstefnuna ein­ kennandi fyrir hægristjórnir og bend­ ir á að þegar hægrimeirihluti tók við borginni eftir síðustu kosningar hafi hann byrjað á því að fara í hreinsunar­ átak og herferð gegn veggjakroti. „Allir leyfilegir veggir voru bannaðir og það var farið í hreinsunarherferð,“ segir hann. Listvæðinguna segir hann vera einkennandi fyrir frjálslyndar vinstri- stjórnir og segir að R-listinn hafi fylgt þeirri stefnu. „Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með nýja meirihlutanum. Hvort hann fari aftur í listvæðinguna eða haldi sömu stefnu áfram,“ segir Valdi­ mar. Páll segir það sína tilfinningu að veggjakrotið hafi aukist mikið á undan­ förnu ári. „Krotið hefur aukist frá því að þessir veggir voru bannaðir. Þetta hefur aukist gífurlega,“ segir hann og bætir við: „Í miðbænum hefur töggunum til dæmis fjölgað mikið.“ VEGGJAKROT † Lögreglan skilgreinir veggjakrot sem eignaspjöll samkvæmt hegningarlögum. † Viðurlögin eru sektir og allt að tveggja ára fangelsi. † Þeir sem verða fyrir tjóni vegna veggjakrots geta einnig farið í skaðabótamál. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á [email protected] „Þetta er gjald- þrota stefna“ Fræðimaður rekur aukið veggjakrot til stefnu borgaryfirvalda Tvær meginleiðir þekktar í aðgerðum gegn veggjakroti Eftir Elías Jón Guðjónsson [email protected]

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=