Neistar

84 6. Sjónarhorn Hér eru blaðagreinar um eitt og sama efnið, veggjakrot. Lestu greinarnar og veltu fyrir þér sjónarhorni höfunda. Eru þeir hlutlausir eða hafa þeir ákveðna skoðun sem endurspeglast í textanum? Finndu þau atriði í hverjum texta sem þér finnst lýsandi fyrir þá skoðun sem höfundur hefur. Leiðarinn Hvers vegna hefur Hafnarfjarðarbær látið það viðgangast að veggjakrotarar geri bæinn okkar ljótari? Ekki aðeins hefur veggjakrot fengið að viðgangast, heldur hefur beinlínis verið hvatt til þess í undirgöngum flestum bæjarbúum til skapraunar. Það er ólíkt við að jafna að fara um undirgöng í Garðabæ, Kópavogi eða Reykjavík þar sem veggjakrot er ekki látið aðgerðalaust. Settar voru reglur sem kváðu á um að aðeins mætti krota inni í göngunum en að sjálfsögðu var það ekki virt. Mörg lög ofan á hvert annað og það er ekki snefill af list í þessu ef einhver ætlar að réttlæta þetta með því. Við höfum alveg nóg með að skilgreina list í tómum sýningarsal Hafnarborgar. Aðgerðarleysi bæjaryfirvalda er þvílíkt að ekki verður við unað og ljóst að þau valda ekki einföldustu málum. En hvað er til ráða? Veggjakrot, eða graffítí, hefur löngum verið uppspretta heitra rökræðna. Sumir vilja meina að veggjakrot sé ekki list og hefur þetta listform verið kallað sóða- skapur hér á landi þótt það sé virt erlendis. Fréttablaðið kíkti á veggjakrotið í borginni og velti fyrir sér hvað væri svona slæmt við nokkur strik á steinsteypu. Skemmdarverk eða list? Þessari spurn­ ingu verður seint svarað þegar kemur að veggjakroti, eða graffítí eins og það er líka kallað. Eins og nafnið felur í sér þá felst veggjakrot í því að krota á veggi. Í flestum tilvikum krota listamennirnir þó ekki heldur spreyja og nota til þess ýmsa liti, stensla og úðabrúsa með mis­ munandi úðahausum. Oftar en ekki er veggjakrotið sem sést á húsum, strætó­ skýlum og rafmagnskofum hápólítískt og hefur veggjakrotsmenningin yfirleitt verið í uppreisn gegn kerfinu. Hér á landi vilja stjórnvöld flokka veggjakrot undir skemmdarverk. Vissulega er það skemmdarverk þegar frasar og myndir eru teiknaðar á byggingar í leyfisleysi í skjóli næt­ ur. Það sem verra er, er að hér á landi hafa margir ekki viljað viðurkenna veggjakrot sem list og finnst þetta tján­ ingarform argasti sóðaskapur. Margir vilja líka meina að þetta listform sé sprottið hjá uppreisnar­ gjörnum unglingum sem gerðu allt vitlaust á pönktímabilinu á níunda ára­ tugnum en veggjakrot á sér mun lengri sögu en það og er mjög virt listform á erlendri grundu. Er Pompei var grafin upp eftir Vesúvíusargosið hafði varðveist veggjakrot undir öskunni sem reyndist vera heimild um daglegt líf fólks eins og það var 79 eftir Krist. Þetta veggjakrot var líka ekkert svo frábrugðið því sem sést á veggjum Reykjavíkurborgar í dag, pólitískar skoðanir, klúrar athugasemdir og stök­ ur eða vísur. En að krota á vegg er ekki það sama og að krota á vegg. Gott veggjakrot samanstendur af vel úðuðum frösum eða myndum sem gleðja augað frekar en hitt. En illa gert veggjakrot eins og „Siggi plús Lára“ skrifað með venju­ legu tússi er ekki fallegt. Það má vissulega rökræða lengi um listformið veggjakrot en eitt er víst að sorglegt er að þeir einstaklingar sem vilja stunda þessa listgrein fá ekki að gera það á heilbrigðan og löglegan hátt. Þó að sumum finnist listin ekki falleg þá á samt ekki að hefta hana heldur ýta undir framfarir og styðja listafólkið í landinu. [email protected] Skemmdarverk eða list? Bak við Ogvodafone bygginguna í Síðumúla er göngustígur. Með fram þeim göngustíg er veggur skreyttur veggjakroti sem væntanlega hefur glatt og hryggt margan vegfarandann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=