Neistar
80 Kjarninn og hismið Endursögn og aðalatriði málsins Stór blaðagrein inniheldur oft nokkra kjarnapunkta og stundum er hægt að ná utan um efni textans í mjög stuttu máli, t.d. með því að botna setningarnar: • „Þessi grein fjallar um …“ • „Í þessari grein er því fyrst og fremst haldið fram að …“ • „Boðskapur þessarar greinar er að …“ Lestu vandlega og brjóttu eftirfarandi blaðagrein niður í efnisgreinar. Hver er boðskapur hverrar efnisgreinar fyrir sig? Á endanum hefurðu sett á blað ótal fullyrðingar, staðhæfingar og áherslupunkta frá höfundi greinarinnar sem mynda hryggjarstykkið í boðskapnum. E itt af því sem við veltum fyrir okkur nú er, hvernig til hafi tekizt um uppeldi barna og unglinga frá því um miðja öldina, að uppeldisvenjur breyttust. Framundir miðja öld giltu hinar hefð bundnu uppeldis venjur þjóðarinnar og þær voru einfaldar og reglurnar fáar en þeim var fylgt, aldrei neitt hringl eða vangaveltur. Þegar afbrotið var ljóst, var einnig ljóst hvernig bregðast skyldi við því og barnið fór ekki í neinar grafgötur um það heldur. Hinar hefðbundnu uppeldisvenjur þjóðar innar byggðust á því sem kalla má hörkuna sex. Það orðtæki er sótt í lóðaöngla, sem voru númeraðir eftir stærð og hörku og önglar númer sex voru stórir og stinnir. Gömul kona undir Þríhyrningi heyrði vestfirzkan kaupamann nota þetta orðtak, þegar ung og fönguleg kaupakona kom á bæinn: „Nú gildir harkan sex.“ Gamla konan gaf enga skýringu á orðtakinu eða vildi ekki gefa hana, en gat þess þó, að það hafi víst verið eitthvað sem snerti kaupakonuna, sem átti að stækka og harðna og minna myndi ekki duga en harkan sex. Eflaust er þetta orðtæki komið á orðabókarseðla frá gömlu konunni og það er mjög þægilegt til að tákna með hörku í ýmsum efnum og er þá óþarft að hafa í huga hugsanlega meiningu kaupamannsins, fremur en upphaflega merkingu á að ganga í hægðum sínum eða hrökkva upp af skaftinu. Það voru sem sagt fáar uppeldisreglurnar á fyrri hluta aldarinnar og þeim fylgt eftir með hörkunni sex í hinu almenna uppeldi og einnig allri kennslu barna og unglinga. Á vetrum, um skólatíma, giltu tvær hátternisreglur: barnið átti að læra lexíurnar sínar undir morgundaginn strax og það kom úr skólanum, þá mátti það fara út að leika sér, en vera komið í hús um kvöldmat og um kvöldið hlýddi móðirin barninu yfir lexíurnar. Móðirin jagaðist í barninu, ef henni þótti slæleg kunnáttan: „Ætlarðu að verða henni móður þinni til skammar í skólanum, hvað heldurðu að kennari hugsi um heimilið þitt, ef þú lærir ekki lexíurnar þínar, hver heldurðu að beri skömmina.“ Þegar svo einkunnabókin kom og tölur voru lágar, kom málið fyrir föðurinn og barnið þurfti ekki að vera í neinum vafa um refsinguna, hún var einföld og afdráttarlaus, ef um strák var að ræða, kippt niður um hann buxunum og hann hýddur. Sama gerðist ef um óknytti var að ræða. Móðirin bað fyrir sér en faðirinn hýddi. Siðareglur voru mjög einfaldar: Þú skalt ekki stela, ekki hrella gamalt fólk eða kvelja dýr og haga þér skikkanlega við kennarana. Og samfélagið ól upp börnin með foreldrunum og kennurunum. Ill hegðan var almennt fordæmd, það afsakaði hana enginn, heldur sameinuðust allir um að skikka til börn og unglinga, svo að þeir yrðu hvorki sjálfum VERALDLEGAR SUNNUDAGSPREDIKANIR Grátur, rassskelling og þrælavinna eftir Ásgeir Jakobsson MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=