Neistar
Vertu ekki að neinu ástarugli við mig leingur. Láttu mig í friði! Ég vil ekki sjá þig, mórauðan kotastrákinn! Það hefði verið betra að vera særður eins mörgum hnífstúngum og þessi orð voru mörg, – fyrir eitt ástarorð frá henni. Og ég sagði henni að ef hún yrði ekki konan mín, þá dræpi ég mig. En þá hló hún. Ég konan þín?! – hló, hló, köldum kæruleysishlátri sem sýndi að henni stóð hjartanlega á sama. Svo gekk hann hugsandi áfram um stund, og það var myrkt yfir svip hans. Síðan hélt hann áfram upphátt: Til hvers að fara aftur heim í kotið? Til þess að fara að sofa, og til þess að vakna aftur á morgun og þræla einsog réttlaus hundur! Nei ég sé ekki framar glaðan dag. Vonir mínar hafa brugðist, ást mín er troðin fótum, og veröldin blasir við mér einsog bert og kalið hraun sem augað eygir ekki út yfir. Manni sem hefur mist ástir sínar og vonir er ekki til neins að lifa. Lífið hlýtur að vera honum óbærileg kvöl upp frá því. Og til hvers er þér að lifa leingur, kotastráknum? Til hvers – þegar öllu því er gat gert líf þitt bærilegt er kippt í burtu? Nei. Þú átt þér aldrei uppreistarvon framar í lífinu. Hulda! Ó Hulda! Ég hélt að þú elskaðir mig! Ó hefðirðu séð borgirnar sem ég bygði í huga mínum eftir að þú hafðir kyst mig fyrstu kossunum. Ó hefðirðu getað skilið hve sæll ég var eftir að þú hafðir heitið mér ást þinni! Nei, þú gast ekki skilið það. Þess vegna brást þú mér, og nú vildi ég óska að þú gætir fundið kvöl mína. Ef til vill linast hjarta þitt ögn er þú stendur yfir beinum dreingsins frá kotinu. Hann grét sáran, tárin féllu ótt og títt af hvörmum hans og hurfu saman við regnvatnið sem rann niður eftir kinnunum. En hann hirti ekkert um storminn né regnið, óveðrið sem hamaðist í sál hans var meira. Þarna er áin, blessuð áin sem hefur kveðið ljóð sín fyrir smalann og leikið við fætur hans með létta straumkvikinu sínu. Nú skal hún kveða yfir honum líksaunginn og bera hann andvana fram á eyrar. Og hann gekk til árinnar í síðasta sinn. Hálfum mánuði síðar, á sólhlýum vordegi var dreingurinn úr kotinu jarðsúnginn. 79 3. Maðkurinn • Hverjar eru hliðstæðurnar á milli stráksins og maðksins – hvað eiga þeir sameiginlegt? • Hver er í stöðu Guðs? • Hvernig er forvitni ykkar vakin? Hvað haldið þið að gerist næst í sögunni, fyrst aðalsöguhetjan er dáin? • Setjið ykkur í spor Huldu. Af hverju vildi hún ekki giftast drengnum úr kotinu? Hvernig leið henni þegar lík hans fannst? • Veljið eina málsgrein úr skáldsögunni og setjið orðin úr henni upp í ljóðaformi – en gerið það hvort í sínu lagi. Berið saman úrvinnslu ykkar. • Skrifið eina dagbókarfærslu, annaðhvort að kvöldi dagsins sem hún hryggbraut kotastrákinn eða að kvöldi jarðarfarardagsins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=