Neistar

6 Rétt eins og í Kveikjum snýst íslenskunámið í þessari bók um leik, sköpun, skynjun og rannsóknarvinnu á tungumálinu og öllu okkar umhverfi. Við höldum áfram að auka færni í því að nota íslenskuna. Í Neistum er lögð áhersla á framsögn, umræður, ritun af ýmsum toga, læsi, málfræði og málnotkun. Neistar snúast um að auka sjálfstraust og getu til að vinna á sjálfstæðan hátt úr þeim efnivið sem þú vinnur með hverju sinni, hvort sem hann kemur frá þínu eigin brjósti eða frá öðrum. Hugleiðingar hér og þar Í bókinni er að finna ýmislegt um tungumálið og málnotkun sem þú getur velt fyrir þér. Stundum eru það hugleiðingar, skýringar á hugtökum eða gagnlegar ábendingar. Einnig er að finna fjölmargar pælingar sem henta vel til umræðna í bekknum. Við hvetjum þig eindregið til að nýta öll slík tækifæri til að læra enn meira og hafa gaman af að leika þér með málið ásamt bekkjarfélögum þínum! Í tungumálinu er allt mikilvægt – og ekkert smávægilegt. Námsmat Í Neistum er að finna fjölbreytt verkefni sem ætlað er að auka þekkingu þína og færni í íslensku. Öll verkefnin verða unnin í stílabók og eru hluti af námsmati þínu í vetur. Sum eru stór en önnur smá, sum eru einföld, hefðbundin og fljótleyst á meðan önnur krefjast meiri vinnu og taka lengri tíma. Passaðu vel upp á verkefnin þín og vandaðu þig strax frá upphafi við vinnuna. Gott að vita um Neista

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=