Neistar
77 Allir sem fást við texta beita stílbrögðum að einhverju marki. 1. Listin að lesa 1. Segðu frá því í nokkrum línum um hvað Árni fjallar í textanum. 2. Texti Olgu Guðrúnar hér að framan var opinn, frjálslegur, ýktur, kaldhæðinn og kærulaus. Geta einhver þessara lýsingarorða átt við texta Árna Bergmann um lestur? Hvaða lýsingarorð geturðu notað yfir síðar- nefnda textann? Rökstyddu með dæmum. 3. Veltu sérstaklega fyrir þér setningunum sem eru feitletraðar í textanum – geturðu nefnt dæmi um eftirminnilegan lestur sem hafði slík áhrif á þig? Skrifaðu um eina slíka reynslu. 4. „Þær stækkuðu heiminn með því að leyfa mér að taka þátt í lífi annarra.“ Hvað er átt við með þessum orðum? 5. Í lýsingum höfundar verður Davíð Copper- field nánast eins og fylgja; ósýnilegur vinur sem fylgir honum hvert sem hann fer. Kannastu við þessa tilfinningu? Geturðu deilt reynslu af þessum toga með bekknum eða skrifað um hana? 2. Ýkt úrvinnsla og framsögn Vinnið áfram með texta Árna í þriggja manna hópum. • Einn hópurinn er viðmiðunarhópur og hann fjarlægir öll stílbrögð úr textanum og gerir hann eins einfaldan og mögulegt er. • Hinir hóparnir taka textann og ýkja hann enn meira með því að bæta inn lýsingarorðum, ýkjum, vísunum, málsháttum, útúrsnúningum og almennum stælum. • Að lokum lesa allir hóparnir upp sína texta til samanburðar og allur bekkurinn ræðir útkomuna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=