Neistar

74 Hvað vilt þú? Þú? Viltu eiga haus sem ræður við langa, flókna, djúpa og áhrifaríka texta? Viltu geta komið í veg fyrir alls kyns leiðindavillur í lífinu, t.d. að einhver nái að plata þig upp úr skónum með því að nota orð sem þú skilur ekki eða að missa af strætó af því að þú last ekki rétt út úr tímatöflunni? Viltu vera með á nótunum? Hvað er fyndið og af hverju? Við byrjum með texta úr bókinni Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur og æfum okkur í að skynja áferð orðanna og lesa á milli línanna. Ef þér finnst þetta fyndinn texti, hvað er það sem gerir hann fyndinn? 4. kafli Þú ert græjan: Um lestur, læsi og úrvinnslu Markmið þessa kafla er að þjálfa enn betur færni þína í að lesa á milli línanna, vinna úr efnisatriðum texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum í upplýsingum sem eru allt í kringum þig. Þú hefur hæfileika til að skynja mörg smáatriði í umhverfi þínu. Þess vegna ert þú hálfgerð græja, skilningsgræja, og henni þarf að halda við með stöðugri notkun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=